Fótbolti

Jói Berg: Þegar illa gengur þurfum við einmitt stuðninginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson er kominn aftur af stað með íslenska landsiðinu eftir meiðsli en hann missti af leikjunum gegn Moldóvu og Albaníu í síðasta mánuði.

Ísland vann fyrrnefnda liðið á heimavelli en tapaði svo fyrir Albönum ytra og varð af dýrmætum stigum í toppbaráttu riðilsins en efstu tvö liðin komast beint á EM 2020. Þar eru nú Frakkland og Tyrkland.

Eftir tapið gagnrýndi hann orð sem látin voru falla í textalýsingu Vísis frá leiknum, að frammistaðan í Albaníu væri ekki til þess fallin að hvetja fólk til að mæta á völlinn.

„Mér fannst það svolítið skrýtið því einmitt þegar okkur illa gengur er það fólkið í stúkunni sem þarf að rífa okkur áfram,“ sagði Jóhann.

„Við vitum að leikurinn í Albaníu var ekki nógu góður og við höfum farið yfir það. Þið fréttamenn fenguð líka smjörþefinn af því frá Erik hvernig þetta var allt saman.“

„En þegar það kemur léleg frammistaða eins og þetta var þá þurfum við stuðning fólksins til að rífa okkur í gang aftur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×