Umboðsmaður glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2019 19:00 Embætti umboðsmanns Alþingis glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum sökum anna í öðrum verkefnum. Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeild hafa þó leitt í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Ísland fullgilti fyrr á árinu svokallaða OPCAT-bókun sem er valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Umboðsmaður annast eftirlit því tengdu og hafa starfsmenn embættisins sem annast frumkvæðisrannsóknir sinnt þeim verkefnum. „Við erum í vandræðum bara vegna skorts á mannskap, að sinna þessum frumkvæðismálum,“ sagði Tryggvi á fundi nefndarinnar í morgun. Hann hafi óskað eftir því að bæta við stöðugildi en ekki hafi verið tekið tillit til þess í fjármálaáætlun. Það hefur þó sýnt sig að OPCAT-eftirlitið skiptir máli en tvær fyrstu heimsóknirnar voru í fyrra. Annars vegar var heimsótt neyðarvistunin á meðferðarstöðinni Stuðlum og hins vegar þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi og eru skýrslur um heimsóknirnar væntanlegar á næstunni. „Þarna eru einstaklingar vistaðir á grundvelli sjálfræðissviptingar. Stofnunin telur þörf á því að beita inngripum þar sem að álitamálið er þá umfram læknismeðferð. Þetta geta verið sannkallaðar þvinganir eða jafnvel valdbeitingar og þá er vandamálið þetta: Samkvæmt reglum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að, þá þarf bara lagaheimild fyrir þessu. Það er vandamálið,“ sagði Tryggvi. Alþingi Heilbrigðismál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Embætti umboðsmanns Alþingis glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum sökum anna í öðrum verkefnum. Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeild hafa þó leitt í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Ísland fullgilti fyrr á árinu svokallaða OPCAT-bókun sem er valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Umboðsmaður annast eftirlit því tengdu og hafa starfsmenn embættisins sem annast frumkvæðisrannsóknir sinnt þeim verkefnum. „Við erum í vandræðum bara vegna skorts á mannskap, að sinna þessum frumkvæðismálum,“ sagði Tryggvi á fundi nefndarinnar í morgun. Hann hafi óskað eftir því að bæta við stöðugildi en ekki hafi verið tekið tillit til þess í fjármálaáætlun. Það hefur þó sýnt sig að OPCAT-eftirlitið skiptir máli en tvær fyrstu heimsóknirnar voru í fyrra. Annars vegar var heimsótt neyðarvistunin á meðferðarstöðinni Stuðlum og hins vegar þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi og eru skýrslur um heimsóknirnar væntanlegar á næstunni. „Þarna eru einstaklingar vistaðir á grundvelli sjálfræðissviptingar. Stofnunin telur þörf á því að beita inngripum þar sem að álitamálið er þá umfram læknismeðferð. Þetta geta verið sannkallaðar þvinganir eða jafnvel valdbeitingar og þá er vandamálið þetta: Samkvæmt reglum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að, þá þarf bara lagaheimild fyrir þessu. Það er vandamálið,“ sagði Tryggvi.
Alþingi Heilbrigðismál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira