Umboðsmaður glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2019 19:00 Embætti umboðsmanns Alþingis glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum sökum anna í öðrum verkefnum. Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeild hafa þó leitt í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Ísland fullgilti fyrr á árinu svokallaða OPCAT-bókun sem er valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Umboðsmaður annast eftirlit því tengdu og hafa starfsmenn embættisins sem annast frumkvæðisrannsóknir sinnt þeim verkefnum. „Við erum í vandræðum bara vegna skorts á mannskap, að sinna þessum frumkvæðismálum,“ sagði Tryggvi á fundi nefndarinnar í morgun. Hann hafi óskað eftir því að bæta við stöðugildi en ekki hafi verið tekið tillit til þess í fjármálaáætlun. Það hefur þó sýnt sig að OPCAT-eftirlitið skiptir máli en tvær fyrstu heimsóknirnar voru í fyrra. Annars vegar var heimsótt neyðarvistunin á meðferðarstöðinni Stuðlum og hins vegar þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi og eru skýrslur um heimsóknirnar væntanlegar á næstunni. „Þarna eru einstaklingar vistaðir á grundvelli sjálfræðissviptingar. Stofnunin telur þörf á því að beita inngripum þar sem að álitamálið er þá umfram læknismeðferð. Þetta geta verið sannkallaðar þvinganir eða jafnvel valdbeitingar og þá er vandamálið þetta: Samkvæmt reglum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að, þá þarf bara lagaheimild fyrir þessu. Það er vandamálið,“ sagði Tryggvi. Alþingi Heilbrigðismál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Embætti umboðsmanns Alþingis glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum sökum anna í öðrum verkefnum. Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeild hafa þó leitt í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Ísland fullgilti fyrr á árinu svokallaða OPCAT-bókun sem er valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Umboðsmaður annast eftirlit því tengdu og hafa starfsmenn embættisins sem annast frumkvæðisrannsóknir sinnt þeim verkefnum. „Við erum í vandræðum bara vegna skorts á mannskap, að sinna þessum frumkvæðismálum,“ sagði Tryggvi á fundi nefndarinnar í morgun. Hann hafi óskað eftir því að bæta við stöðugildi en ekki hafi verið tekið tillit til þess í fjármálaáætlun. Það hefur þó sýnt sig að OPCAT-eftirlitið skiptir máli en tvær fyrstu heimsóknirnar voru í fyrra. Annars vegar var heimsótt neyðarvistunin á meðferðarstöðinni Stuðlum og hins vegar þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi og eru skýrslur um heimsóknirnar væntanlegar á næstunni. „Þarna eru einstaklingar vistaðir á grundvelli sjálfræðissviptingar. Stofnunin telur þörf á því að beita inngripum þar sem að álitamálið er þá umfram læknismeðferð. Þetta geta verið sannkallaðar þvinganir eða jafnvel valdbeitingar og þá er vandamálið þetta: Samkvæmt reglum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að, þá þarf bara lagaheimild fyrir þessu. Það er vandamálið,“ sagði Tryggvi.
Alþingi Heilbrigðismál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira