Fótbolti

Kolbeinn: Finnst ég bæta mig í hverjum leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson vísir/vilhelm

Kolbeinn Sigþórsson er aðeins einu marki frá því að bæta markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta.

Kolbeinn, sem skoraði í báðum landsleikjunum í síðasta glugga, hefur nú skorað 25 mörk fyrir A-landslið Ísland. Markamet Eiðs Smára er 26 mörk.

Eftir erfið meiðsli er Kolbeinn loksins að komast almennilega á skrið og hefur farið stígvaxandi síðustu mánuði.

„Mér finnst ég enn vera á uppleið og á nóg inni finnst mér, ég er að bæta mig í hverjum leik,“ sagði Kolbeinn við Hörð Magnússon á landsliðsæfingu í dag.

„Ég er bjartsýnn á meðan ég er að bæta mig.“

Fram undan er gríðarstórt verkefni gegn heimsmeisturum Frakka á Laugardalsvelli á föstudagskvöld.

„Við þurfum að ná einhverju út úr þessum leik, helst í þrjú stig.“

„Þetta verður erfiður leikur en við höfum sýnt að það getur allt gerst á þessum velli.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.