Styrkja nemendur um milljónir með myntsölu Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 30. september 2019 07:00 Jennifer Grayburn stundaði nám í miðaldafræðum við Háskóla Íslands. Stofnun Leifs Eiríkssonar hefur veitt 420 milljónum íslenskra króna í námsstyrki á síðustu 18 árum. Stofnunin styrkir árlega um tíu nemendur til náms í Bandaríkjunum og á Íslandi og fær hver nemandi fyrir sig þrjár milljónir króna. „Sjóðurinn varð til árið 2001 af hugmynd Steingríms Hermannssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Robert Kellogg, prófessor við Virginíu-háskóla,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar. „Hugmyndin var sú að efla samskipti íslenskra og bandarískra háskóla. Slegin var mynt, bæði silfurdollari og þúsund króna silfurmynt, þær voru svo seldar og ágóðinn er þessi öflugi námsmannasjóður,“ segir Kristín. Sjóðurinn hefur veitt 3,1 milljón dollara, eða 420 milljónum íslenskra króna, í námsstyrki til íslenskra og bandarískra nemenda sem vilja fara í framhaldsnám.Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar.„Fjöldi íslenskra nemenda hefur farið í nám í Bandaríkjunum og svo hafa Bandaríkjamenn komið hingað í nám. Hægt er að sækja um styrk til að fara í hvaða nám sem er í öllum skólum hérlendis og í Bandaríkjunum,“ segir Kristín. Jennifer Grayburn er ein þeirra sem hlaut styrk frá stofnuninni og segir hún að tækifærið hafi breytt náms- og starfsferli sínum. Hún var við nám í Viginíu-háskóla sem er samstarfsaðili sjóðsins. „Það var mikilvægur þáttur í mínu námi að læra forníslensku og það er ekki hlaupið að því að læra hana í Bandaríkjunum,“ segir Jennifer. Hún stundaði nám á meistarastigi í miðaldafræðum við Háskóla Íslands árið 2013–2014. „Ég hefði aldrei getað gert allt sem ég er búin að gera á mínum ferli ef ég hefði ekki fengið styrkinn,“ segir Jennifer. „Ég held að með því að hafa komið hingað og fengið að læra miðaldafræði og forníslensku, hafi ferill minn tekið allt aðra stefnu en hann hefði annars gert,“ bætir hún við. Jennifer naut dvalarinnar á Íslandi og gæti vel hugsað sér að dvelja hér meira. „Ég kynntist hérna fullt af fólki, meðal annars Jennýju Kristjánsdóttur, og við höfum unnið mikið saman síðan,“ segir hún. „Mér líkaði land og þjóð svo vel að ég meira að segja giftist manninum mínum hérna árið 2015, við giftum okkur á Búðum,“ segir Jennifer, sem er stödd hér á landi ásamt stjórn sjóðsins og var á siglingu um Breiðafjörð þegar blaðamaður ræddi við hana. „Núna er ég svo heppin að fá að taka þátt í því að velja úr umsóknum þeirra sem sækja um styrkinn. Þetta er eitt það mest gefandi sem ég hef gert á mínum ferli, að fá að taka þátt í að veita einhverjum tækifærið sem ég fékk,“ segir hún. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Stofnun Leifs Eiríkssonar hefur veitt 420 milljónum íslenskra króna í námsstyrki á síðustu 18 árum. Stofnunin styrkir árlega um tíu nemendur til náms í Bandaríkjunum og á Íslandi og fær hver nemandi fyrir sig þrjár milljónir króna. „Sjóðurinn varð til árið 2001 af hugmynd Steingríms Hermannssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Robert Kellogg, prófessor við Virginíu-háskóla,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar. „Hugmyndin var sú að efla samskipti íslenskra og bandarískra háskóla. Slegin var mynt, bæði silfurdollari og þúsund króna silfurmynt, þær voru svo seldar og ágóðinn er þessi öflugi námsmannasjóður,“ segir Kristín. Sjóðurinn hefur veitt 3,1 milljón dollara, eða 420 milljónum íslenskra króna, í námsstyrki til íslenskra og bandarískra nemenda sem vilja fara í framhaldsnám.Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar.„Fjöldi íslenskra nemenda hefur farið í nám í Bandaríkjunum og svo hafa Bandaríkjamenn komið hingað í nám. Hægt er að sækja um styrk til að fara í hvaða nám sem er í öllum skólum hérlendis og í Bandaríkjunum,“ segir Kristín. Jennifer Grayburn er ein þeirra sem hlaut styrk frá stofnuninni og segir hún að tækifærið hafi breytt náms- og starfsferli sínum. Hún var við nám í Viginíu-háskóla sem er samstarfsaðili sjóðsins. „Það var mikilvægur þáttur í mínu námi að læra forníslensku og það er ekki hlaupið að því að læra hana í Bandaríkjunum,“ segir Jennifer. Hún stundaði nám á meistarastigi í miðaldafræðum við Háskóla Íslands árið 2013–2014. „Ég hefði aldrei getað gert allt sem ég er búin að gera á mínum ferli ef ég hefði ekki fengið styrkinn,“ segir Jennifer. „Ég held að með því að hafa komið hingað og fengið að læra miðaldafræði og forníslensku, hafi ferill minn tekið allt aðra stefnu en hann hefði annars gert,“ bætir hún við. Jennifer naut dvalarinnar á Íslandi og gæti vel hugsað sér að dvelja hér meira. „Ég kynntist hérna fullt af fólki, meðal annars Jennýju Kristjánsdóttur, og við höfum unnið mikið saman síðan,“ segir hún. „Mér líkaði land og þjóð svo vel að ég meira að segja giftist manninum mínum hérna árið 2015, við giftum okkur á Búðum,“ segir Jennifer, sem er stödd hér á landi ásamt stjórn sjóðsins og var á siglingu um Breiðafjörð þegar blaðamaður ræddi við hana. „Núna er ég svo heppin að fá að taka þátt í því að velja úr umsóknum þeirra sem sækja um styrkinn. Þetta er eitt það mest gefandi sem ég hef gert á mínum ferli, að fá að taka þátt í að veita einhverjum tækifærið sem ég fékk,“ segir hún.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira