Innlent

Farþegar sex prósentum fleiri á þessu ári

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Fjölgun í Strætó er vel umfram fjölgun íbúa.
Fjölgun í Strætó er vel umfram fjölgun íbúa. Fréttablaðið/Anton

Farþegum Strætó hefur fjölgað um rúmlega 6 prósent það sem af er ári samkvæmt inn­stigamælingum. Fyrstu átta mánuði ársins voru þau tæpar 7,8 milljónir sem er rúmlega 440 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra.

Til samanburðar fjölgaði íbúum höfuðborgarsvæðisins um 2,3 prósent og ferðamönnum hefur fækkað um 13 prósent.

Fjölgun innstiga var mest í júlí, um rúmlega 90 þúsund, eða 12 prósent. Apríl var eini mánuðurinn þar sem farþegum fækkaði, um rúmlega 50 þúsund eða 6 prósent frá árinu áður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.