Tapaði veðmáli við norska boltastjörnu Björn Þorfinnsson skrifar 23. september 2019 06:00 Fannar Þór Heiðuson kemur í mark í hálfmaraþoni í Osló. Aðsend mynd Nítján ára gamall Íslendingur, Fannar Þór Heiðuson, náði frábærum árangri í sínu fyrsta hálfmaraþoni í Osló um helgina. Hljóp hann vegalengdina á 1 klukkustund og 21 mínútu og endaði í 10. sæti af 149 keppendum í hans aldursflokki. Mesta athygli vakti þó klæðnaður Fannars en hann hljóp íklæddur svokallaðri Borat-skýlu. Ástæðan fyrir klæðnaðinum sú að hann hafði tapað veðmáli við þekktan norskan handboltakappa. Fannar Þór hefur búið í Noregi síðan árið 2010 og er efnilegur íþróttamaður. Hann leggur aðaláherslu á æfingar og keppni í þríþraut og það var á slíku móti sem hann kynntist handboltakappanum Frank Løke. Frank er nokkuð þekktur í Noregi fyrir afrek sín með norska landsliðinu á árum áður auk þess sem hann er reglulegur gestur í norskum sjónvarpsþáttum. Mikla athygli vakti þegar Frank dansaði í áðurnefndri Borat-skýlu í raunveruleikaþættinum „Skal vi danse“ á síðasta ári og það var sú fræga pjatla sem Fannar þurfti að klæðast í hlaupinu um helgina. „Ég hitti hann á þríþrautarmóti og við vorum að spjalla saman. Hann var að rífa kjaft og sagðist geta unnið mig en ég hélt nú ekki. Það endaði með því að við veðjuðum um að ef ég yrði meira en 15 mínútum á undan honum í mark þá myndi hann þurfa að hlaupa hálfmaraþon í skýlunni frægu en annars þyrfti ég að gera það,“ segir Fannar. Svo fór að hann varð 14 mínútum og 36 sekúndum á undan Frank í mark og þar með var ljóst að veðmálið var tapað. „Það kom aldrei annað til greina en að vera maður orða sinna. Þetta var skrýtin en skemmtileg upplifun því uppátækið vakti mun meiri athygli en ég bjóst við. Það voru margar myndavélar á lofti og áhorfendur hvöttu mig óspart áfram,“ segir Fannar. Hann segir að það hafi verið frekar óþægilegt að hlaupa svo langt hlaup í slíkri skýlu. „Strengurinn fór ansi langt upp í rassgatið,“ segir Fannar og skellihlær. Eftir hlaupið skilaði hann Frank svo skýlunni en þarf þó fljótlega að fá hana aftur lánaða. „Ég var svo kokhraustur að ég gerði við hann annað veðmál um að ef ég hlypi á innan við einni klukkustund og korteri þá þyrfti hann að hlaupa maraþon í skýlunni. Ef það tækist ekki þá kæmi það í minn hlut. Ég tapaði því veðmáli og ég þarf því að hlaupa tvöfalt lengri vegalengd á næsta ári,“ segir Fannar. Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Nítján ára gamall Íslendingur, Fannar Þór Heiðuson, náði frábærum árangri í sínu fyrsta hálfmaraþoni í Osló um helgina. Hljóp hann vegalengdina á 1 klukkustund og 21 mínútu og endaði í 10. sæti af 149 keppendum í hans aldursflokki. Mesta athygli vakti þó klæðnaður Fannars en hann hljóp íklæddur svokallaðri Borat-skýlu. Ástæðan fyrir klæðnaðinum sú að hann hafði tapað veðmáli við þekktan norskan handboltakappa. Fannar Þór hefur búið í Noregi síðan árið 2010 og er efnilegur íþróttamaður. Hann leggur aðaláherslu á æfingar og keppni í þríþraut og það var á slíku móti sem hann kynntist handboltakappanum Frank Løke. Frank er nokkuð þekktur í Noregi fyrir afrek sín með norska landsliðinu á árum áður auk þess sem hann er reglulegur gestur í norskum sjónvarpsþáttum. Mikla athygli vakti þegar Frank dansaði í áðurnefndri Borat-skýlu í raunveruleikaþættinum „Skal vi danse“ á síðasta ári og það var sú fræga pjatla sem Fannar þurfti að klæðast í hlaupinu um helgina. „Ég hitti hann á þríþrautarmóti og við vorum að spjalla saman. Hann var að rífa kjaft og sagðist geta unnið mig en ég hélt nú ekki. Það endaði með því að við veðjuðum um að ef ég yrði meira en 15 mínútum á undan honum í mark þá myndi hann þurfa að hlaupa hálfmaraþon í skýlunni frægu en annars þyrfti ég að gera það,“ segir Fannar. Svo fór að hann varð 14 mínútum og 36 sekúndum á undan Frank í mark og þar með var ljóst að veðmálið var tapað. „Það kom aldrei annað til greina en að vera maður orða sinna. Þetta var skrýtin en skemmtileg upplifun því uppátækið vakti mun meiri athygli en ég bjóst við. Það voru margar myndavélar á lofti og áhorfendur hvöttu mig óspart áfram,“ segir Fannar. Hann segir að það hafi verið frekar óþægilegt að hlaupa svo langt hlaup í slíkri skýlu. „Strengurinn fór ansi langt upp í rassgatið,“ segir Fannar og skellihlær. Eftir hlaupið skilaði hann Frank svo skýlunni en þarf þó fljótlega að fá hana aftur lánaða. „Ég var svo kokhraustur að ég gerði við hann annað veðmál um að ef ég hlypi á innan við einni klukkustund og korteri þá þyrfti hann að hlaupa maraþon í skýlunni. Ef það tækist ekki þá kæmi það í minn hlut. Ég tapaði því veðmáli og ég þarf því að hlaupa tvöfalt lengri vegalengd á næsta ári,“ segir Fannar.
Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira