Innlent

Piltarnir sammála um að ágreiningur hafi komið upp

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Salaskóli í Kópavogi.
Salaskóli í Kópavogi. Fréttablaðið/Vilhelm
Lögregla fann hvorki hnífa né barefli í tengslum við átök unglingspilta við Salaskóla í Kópavogi í gær. Þá voru engir sjáanlegir áverkar á neinum piltanna, sem voru þó sammála um að ágreiningur hefði komið upp þeirra á milli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Lögreglu barst tilkynning um málið á níunda tímanum í gærkvöldi. Haft var eftir tilkynnanda að hafnaboltakylfur, hnífar og hnúajárn hefðu sést þar á lofti.Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér í morgun segir að brugðist hafi verið skjótt við og lögreglumenn haldið þegar á vettvang. Þegar lögreglu bar að garði voru átökin yfirstaðin. Rætt var við nokkra hlutaðeigandi og þeim síðan ekið til síns heima, þar sem rætt var við foreldra þeirra.„Engir sjáanlegir áverkar voru á neinum piltanna sem komu við sögu og hvorki hnífar né barefli fundust í tengslum við málið. Unglingarnir voru sammála um að til deilna hefði komið en sitt sýndist hverjum um atburðarásina,“ segir í tilkynningu lögreglu.Málið er í rannsókn og unnið í samráði við barnaverndaryfirvöld.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.