Innlent

Tveimur kajakræðurum bjargað um borð í TF-EIR

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Áhöfnin á TF-EIR sinnti útkallinu.
Áhöfnin á TF-EIR sinnti útkallinu. Vísir/Vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir í Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna tveggja manna sem lentu í vandræðum á kajökum í Stóru Laxá við Kerlingarfoss.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingarfulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti að þyrlan TF-EIR sé á leiðinni á vettvang.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir útkallið hafa borist rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Nær allar björgunarsveitir í Árnessýslu sinna útkallinu.

Hann segir að björgunarsveitarmenn ekki komna á staðinn og að björgunaraðilar séu í sambandi við þá. Hann segir að kajakræðararnir séu ekki slasaðir og halda kyrru fyrir á þeim stað sem þeir eru.

Búist er við að björgunarsveitir komist að mönnunum á næsta hálftímanum.



Uppfært kl. 22:05


Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur fundið mennina og tekið þá um borð í þyrluna.

Uppfært kl. 22:23

Áhöfn þyrlunnar fann mennina, með hitamyndavél, skömmu fyrir klukkan tíu. Fjórum mínútum síðar voru þeir komnir um borð og ákveðið var að fljúga með þá til Reykjavíkur. Eins og áður segir eru þeir óslasaðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur öðrum viðbragðsaðilum verið snúið við.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×