Innlent

Æfingar sjóhers Bandaríkjanna standa nú yfir á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
USS Normandy er hér fyrir miðju og Farragut til vinstri.
USS Normandy er hér fyrir miðju og Farragut til vinstri. Mynd/US NAVY
Sjóliðar sjóhers Bandaríkjanna stendur nú í æfingum á og við Ísland. Tvö skip eru stödd hér og er um að ræða þau USS Normandy (beitiskip) og USS Farragut (Tundurspillir) en bæði skipin tilheyra 2. flota Bandaríkjanna. Búið er að koma upp stjórnstöð í Keflavík og er verið að kanna hvernig það gengur að stýra aðgerðum herskipa frá Íslandi.

Tundurspillarnir USS Lassen og USS Forrest Sherman koma einnig að æfingunum og eru í

Í tilkynningu á vef sjóhersins segir að um 30 meðlimir flotans hafi sett upp stjórnstöðina í Keflavík og séu staddir hér á landi. Fyrst var sagt frá æfingunni á vef Eyjunnar.



„Ísland er lykil-bandaríki og herfræðilega mikilvæg staðsetning þess í Norður-Atlantshafi býður upp á kjörið tækifæri til að prófa samskiptastöð okkar í fyrsta sinn,“ er haft eftir aðmírálnum Andrew Lewis, yfirmanni 2. flota Bandaríkjanna, á vef Sjóhersins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×