Fótbolti

Samúel Kári og félagar í undanúrslit eftir æsilegan Íslendingaslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Samúel Kári var í HM-hópi Íslands í fyrra.
Samúel Kári var í HM-hópi Íslands í fyrra. vísir/vilhelm
Viking er komið í undanúrslit norsku bikarkeppninnar eftir sigur á Aalesund eftir vítaspyrnukeppni í Íslendingaslag í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 1-1 en Viking vann vítakeppnina, 3-5.

Samúel Kári Friðjónsson kom inn á sem varamaður hjá Viking þegar átta mínútur voru til leiksloka. Hann skoraði úr sinni spyrnu í vítakeppninni.



Daníel Leó Grétarsson, Aron Elís Þrándarson og Hólmbert Aron Friðjónsson voru allir í byrjunarliði Aalesund sem er með örugga forystu á toppi norsku B-deildarinnar.

Hólmbert fór af velli á 39. mínútu en Daníel Leó og Aron Elís léku allan leikinn fyrir Aalesund sem komst yfir á 11. mínútu þegar Niklas Castro skoraði úr vítaspyrnu.

Fredrik Torsteinbo jafnaði fyrir Viking á 40. mínútu og þar við sat. Gestirnir frá Stavanger nýttu allar fimm spyrnur sínar í vítakeppninnar á meðan Aalesund klúðraði einni.

Auk Viking eru Ranheim, Odd og Haugesund komin í undanúrslit bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×