Innlent

Samráð verður um stjórnarskrá

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti samráðið í gær fyrir hönd formanna flokka sem eiga sæti á Alþingi.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti samráðið í gær fyrir hönd formanna flokka sem eiga sæti á Alþingi. Vísir/Vilhelm
Tveggja daga umræðufundur með þátttöku 300 Íslendinga verður haldinn í nóvember sem liður í samráði við almenning um endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Forsætisráðherra kynnti samráðið í gær fyrir hönd formanna flokka sem eiga sæti á Alþingi. Kynntar voru niðurstöður ítarlegrar könnunar á viðhorfi almennings til stjórnarskrárinnar sem Félagsvísindastofnun Háskólans framkvæmdi í sumar.

Þar var meðal annars spurt um þörf á endurskoðun gildandi stjórnarskrár. Heldur fleiri segjast ánægðir með gildandi stjórnarskrá en óánægðir. Þannig eru 37 prósent ánægð, 27 prósent óánægð og 36 prósent hvorki né.

Um 90 prósent landsmanna vilja að forseti hafi áfram heimild til að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×