Tónlist

Friðrik Dór tók lagið í beinni hjá Gumma Ben

Sylvía Hall skrifar

Nýi skemmtiþátturinn Föstudagskvöld með Gumma Ben hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi. Gummi mun fá til sín góða gesti í vetur en honum til halds og trausts verður skemmtikrafturinn Sóli Hólm.

Fyrstu gestir Gumma voru þau Áslaug Arna, Katrín Halldóra og Friðrik Dór. Þá átti Auðunn Blöndal innkomu í innslagi Sóla Hólm þar sem Sóli tók Rikka G fyrir á afar skemmtilegan hátt.

Sjá einnig: Sóli Hólm sem Rikki G sturlast þegar hann á að fara á bak

Í lok þáttarins tók Friðrik Dór lagið Ekki stinga mig af við góðar undirtektir. Hér að ofan má sjá flutning Friðriks Dórs á laginu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.