Vilja minnka markaðshluta Ríkisútvarps Ari Brynjólfsson skrifar 11. september 2019 06:15 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra stefnir á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Fréttablaðið/Anton Brink Meira en helmingur þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun vill að RÚV hverfi alfarið af eða dragi úr umsvifum sínum á auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Tæpur fjórðungur svarenda tók ekki afstöðu. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja 34,4 prósent að draga eigi úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði, 18,6 prósent telja að RÚV eigi að hverfa alfarið af auglýsingamarkaði, samanlagt gera það 59 prósent. Þá vilja 41 prósent að umsvifin eigi að vera óbreytt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudaginn stefnir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þær fyrirætlanir hafa ekki verið kynntar ríkisstjórninni formlega og telur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að bæta þurfi tekjurnar upp með hækkuðu útvarpsgjaldi. Yngra fólk er almennt hlynntara minni umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði en þeir sem eldri eru. Kjósendur Flokks fólksins, Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins vilja helst að RÚV dragi úr umsvifum sínum eða hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vill hins vegar óbreytt ástand. Tölunum svipar nokkuð til niðurstaðna könnunar MMR frá árinu 2008. Þá sögðust 51,5 prósent vera hlynnt því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Athygli vekur að þá voru það síst kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem vildu RÚV af auglýsingamarkaði á sama tíma og meirihluti kjósenda Vinstri grænna og Samfylkingarinnar vildi það helst. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðastliðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira
Meira en helmingur þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun vill að RÚV hverfi alfarið af eða dragi úr umsvifum sínum á auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Tæpur fjórðungur svarenda tók ekki afstöðu. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja 34,4 prósent að draga eigi úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði, 18,6 prósent telja að RÚV eigi að hverfa alfarið af auglýsingamarkaði, samanlagt gera það 59 prósent. Þá vilja 41 prósent að umsvifin eigi að vera óbreytt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudaginn stefnir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þær fyrirætlanir hafa ekki verið kynntar ríkisstjórninni formlega og telur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að bæta þurfi tekjurnar upp með hækkuðu útvarpsgjaldi. Yngra fólk er almennt hlynntara minni umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði en þeir sem eldri eru. Kjósendur Flokks fólksins, Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins vilja helst að RÚV dragi úr umsvifum sínum eða hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vill hins vegar óbreytt ástand. Tölunum svipar nokkuð til niðurstaðna könnunar MMR frá árinu 2008. Þá sögðust 51,5 prósent vera hlynnt því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Athygli vekur að þá voru það síst kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem vildu RÚV af auglýsingamarkaði á sama tíma og meirihluti kjósenda Vinstri grænna og Samfylkingarinnar vildi það helst. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðastliðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira