Vilja minnka markaðshluta Ríkisútvarps Ari Brynjólfsson skrifar 11. september 2019 06:15 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra stefnir á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Fréttablaðið/Anton Brink Meira en helmingur þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun vill að RÚV hverfi alfarið af eða dragi úr umsvifum sínum á auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Tæpur fjórðungur svarenda tók ekki afstöðu. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja 34,4 prósent að draga eigi úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði, 18,6 prósent telja að RÚV eigi að hverfa alfarið af auglýsingamarkaði, samanlagt gera það 59 prósent. Þá vilja 41 prósent að umsvifin eigi að vera óbreytt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudaginn stefnir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þær fyrirætlanir hafa ekki verið kynntar ríkisstjórninni formlega og telur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að bæta þurfi tekjurnar upp með hækkuðu útvarpsgjaldi. Yngra fólk er almennt hlynntara minni umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði en þeir sem eldri eru. Kjósendur Flokks fólksins, Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins vilja helst að RÚV dragi úr umsvifum sínum eða hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vill hins vegar óbreytt ástand. Tölunum svipar nokkuð til niðurstaðna könnunar MMR frá árinu 2008. Þá sögðust 51,5 prósent vera hlynnt því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Athygli vekur að þá voru það síst kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem vildu RÚV af auglýsingamarkaði á sama tíma og meirihluti kjósenda Vinstri grænna og Samfylkingarinnar vildi það helst. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðastliðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Meira en helmingur þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun vill að RÚV hverfi alfarið af eða dragi úr umsvifum sínum á auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Tæpur fjórðungur svarenda tók ekki afstöðu. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja 34,4 prósent að draga eigi úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði, 18,6 prósent telja að RÚV eigi að hverfa alfarið af auglýsingamarkaði, samanlagt gera það 59 prósent. Þá vilja 41 prósent að umsvifin eigi að vera óbreytt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudaginn stefnir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þær fyrirætlanir hafa ekki verið kynntar ríkisstjórninni formlega og telur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að bæta þurfi tekjurnar upp með hækkuðu útvarpsgjaldi. Yngra fólk er almennt hlynntara minni umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði en þeir sem eldri eru. Kjósendur Flokks fólksins, Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins vilja helst að RÚV dragi úr umsvifum sínum eða hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vill hins vegar óbreytt ástand. Tölunum svipar nokkuð til niðurstaðna könnunar MMR frá árinu 2008. Þá sögðust 51,5 prósent vera hlynnt því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Athygli vekur að þá voru það síst kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem vildu RÚV af auglýsingamarkaði á sama tíma og meirihluti kjósenda Vinstri grænna og Samfylkingarinnar vildi það helst. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðastliðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira