HR talinn betri en HÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. september 2019 10:13 Háskólinn í Reykjavík er talinn meðal 350 bestu háskóla í heiminum á nýjum lista Times Higher Education (THE), sem birtur var í gær. Á listanum er HR í sæti 301-350 en skólinn var á bilinu 401-500 sæti í úttekt THE fyrir árið 2018. Háskóli Íslands, sem hefur undanfarin ár verið talinn meðal 201-300 bestu háskóla í heiminum, fellur hins vegar á nýja listanum niður í sæti 351-400. Er þetta því í fyrsta sinn sem Háskólinn í Reykjavík telst hærra skrifaður en Háskóli Íslands á lista Times Higher Education. Listinn byggir á mati á fimm þáttum; kennslu, rannsóknum, tilvitnunum, alþjóðasamstarfi og atvinnulífstengslum. Stökk Háskólans í Reykjavík á milli ára skýrist einna helst af fjölgun tilvitnanna, en nú er svo komið að HR skorar hæst á þeim kvarða ásamt sex öðrum háskólum. Fær 100 stig af 100 mögulegum.Samanburður á einkunnum Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands á nýjum lista Times Higher Education. Einkunnir HR eru vinstra megin og HÍ hægra megin.THE„Áhrifin eru metin út frá hlutfallslegum fjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum,“ segir í útskýringu Háskólans í Reykjavík. Háskóli Íslands hefur einnig skorað hátt á tilvitnunarlistanum á undanförnum árum. Þannig skoraði HÍ 93,4 tilvitnunarstig á lista THE árið 2018, en fær hins vegar 75 á nýja listanum. Haft er eftir Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, í tilkynningunni að hann sé að vonum ánægður með nýja lista THE. „Að HR sé meðal áhrifamestu rannsóknaháskóla heims miðað við stærð samkvæmt hinum þekkta lista Times Higher Education, er stórkostlegt. Það sýnir skýrt hversu frábærlega hefur tekist að byggja upp öflugar alþjóðlegar rannsóknir við háskólann á tiltölulega skömmum tíma,“ segir Ari. „Það sýnir líka að sú rannsóknavinna sem fer fram við HR er nýtt um allan heim sem undirstaða frekari rannsókna og þróunar. Starfsfólk HR á allan heiður af þessum stórkostlega árangri og full ástæða til að óska þeim hjartanlega til hamingju.“ Nánar má fræðast um nýjan lista Times Higher Education með því að smella hér. Hér má einnig nálgast einkunnir HR og HÍ. Skóla - og menntamál Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík er talinn meðal 350 bestu háskóla í heiminum á nýjum lista Times Higher Education (THE), sem birtur var í gær. Á listanum er HR í sæti 301-350 en skólinn var á bilinu 401-500 sæti í úttekt THE fyrir árið 2018. Háskóli Íslands, sem hefur undanfarin ár verið talinn meðal 201-300 bestu háskóla í heiminum, fellur hins vegar á nýja listanum niður í sæti 351-400. Er þetta því í fyrsta sinn sem Háskólinn í Reykjavík telst hærra skrifaður en Háskóli Íslands á lista Times Higher Education. Listinn byggir á mati á fimm þáttum; kennslu, rannsóknum, tilvitnunum, alþjóðasamstarfi og atvinnulífstengslum. Stökk Háskólans í Reykjavík á milli ára skýrist einna helst af fjölgun tilvitnanna, en nú er svo komið að HR skorar hæst á þeim kvarða ásamt sex öðrum háskólum. Fær 100 stig af 100 mögulegum.Samanburður á einkunnum Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands á nýjum lista Times Higher Education. Einkunnir HR eru vinstra megin og HÍ hægra megin.THE„Áhrifin eru metin út frá hlutfallslegum fjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum,“ segir í útskýringu Háskólans í Reykjavík. Háskóli Íslands hefur einnig skorað hátt á tilvitnunarlistanum á undanförnum árum. Þannig skoraði HÍ 93,4 tilvitnunarstig á lista THE árið 2018, en fær hins vegar 75 á nýja listanum. Haft er eftir Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, í tilkynningunni að hann sé að vonum ánægður með nýja lista THE. „Að HR sé meðal áhrifamestu rannsóknaháskóla heims miðað við stærð samkvæmt hinum þekkta lista Times Higher Education, er stórkostlegt. Það sýnir skýrt hversu frábærlega hefur tekist að byggja upp öflugar alþjóðlegar rannsóknir við háskólann á tiltölulega skömmum tíma,“ segir Ari. „Það sýnir líka að sú rannsóknavinna sem fer fram við HR er nýtt um allan heim sem undirstaða frekari rannsókna og þróunar. Starfsfólk HR á allan heiður af þessum stórkostlega árangri og full ástæða til að óska þeim hjartanlega til hamingju.“ Nánar má fræðast um nýjan lista Times Higher Education með því að smella hér. Hér má einnig nálgast einkunnir HR og HÍ.
Skóla - og menntamál Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira