Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið í landinu að undanförnu að sögn formanns Læknafélags Íslands. Skortur á vissum tegundum sýklalyfja hafi orðið til þess að notuð séu breiðvirkari sýklalyf sem geti valdið lyfjaónæmi. Hann segir að lyfjaskorturinn geti haft áhrif á heilsu fólks.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur að veggjöld innan höfuðborgarsvæðisins muni koma verst niður á tekjulágum. Tollarnir geti numið allt að tvöföldum mánaðarlaunum fólks á lágmarkslaunum. Rætt verður við hann og fólkið í umferðinni um fyrirhuguð veggjöld sem eiga að fjármagna ýmsar framkvæmdir, líkt og borgarlínu, á næstu árum.

Einnig verður rætt við utanríkisráðherra Norðurlanda sem funduðu í Borgarnesi í dag. Þeir segja að losun gróðurhúsalofttegunda hafi náð nýjum hæðum. Þá ætla þeir að bjóða fram aðstoð sína til að vinna gegn eyðingu regnskógana á Amazonsvæðinu.

Einnig hittum við konu sem beitir óhefðbundnum aðferðum við ræktun á kartöflum og skoðum nýja sýningu þar sem hægt er að fljúga yfir næstum þrjátíu staði á Íslandi á innan við klukkutíma.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.