Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 13. september 2019 22:30 Reykjavíkurborg ætlar að stórefla upplýsingamiðlun og samráð við íbúa og rekstraraðila þar sem framkvæmdir fara fram eftir harða gagnrýni undanfarið. Gert er ráð fyrir að fyrri hluta framkvæmda á Óðinsgötu verði lokið um næstu mánaðamót, það sama á við um Hverfisgötu. Fornleifar hafa fundist á þremur stöðum í ferlinu. Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. Íbúar við hluta Óðinsgötu fengu bréf frá borgaryfirvöldum í gær þar sem fram kom að framkvæmdum yrði að mestu lokið í lok september. “Í heildina þá er verkið náttúrlega að tefjast hjá okkur. Það er að tefjast um fjórar til sex vikur frá því sem upphaflega var lagt upp með. Það er fyrst og fremst vegna þess umfangs sem hefur komið í ljós hér undir yfirborðinu,“ sagði Ámundi V. Brynjólfsson, stjórnandi framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu.Hefði ekki mátt sjá þetta fyrir?„Að einhverju leyti kannski, vissulega, en heilt yfir þá vitum við ekki hvað er hér undir yfirborðinu þegar við rjúfum yfirborðið. Hér er hafa til dæmis líka komið í ljós fornminjar á að minnsta kosti þremur stöðum,“ sagði Ámundi jafnframt. Hann segir að borgin hafi ákveðið að stórefla upplýsingagjöf og samskipti við hagsmunaaðila vegna umkvartana þeirra undanfarið. „Það er nú bara þegar komin af stað umbótavinna í því skyni einmitt að bæta upplýsingagjöfina í kringum framkvæmdir og þá sérstaklega hér í miðborginni. Krafan er kannski orðin svolítið sú í samfélaginu núna að fólk vill upplýsingar fljótt og ört, og oft þurfum við að gefa þær nánast maður á mann.“ Ámundi býst við því að Óðinstorg verði að mestu tilbúið í desember. „Og stefnum að því ótrauð enn þá að hér í desember verði jólamarkaður á torginu.“ Hann segir enn fremur að búist sé við að framkvæmdum verði að mestu lokið á Hverfisgötu um næstu mánaðamót. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segir að borgaryfirvöld skorti auðmýkt, stjórnsýslan völundarhús og framkvæmdir illa útfærðar Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. 25. ágúst 2019 15:00 Skoða málsókn vegna Hverfisgötu Lögmaður undirbýr nú mögulega hópmálsókn rekstraraðila við Hverfisgötu á hendur Reykjavíkurborg vegna vanefnda og seinagangs en óvíst er um undirtektir. Hótel við götuna hefur þurft að gefa gestum sínum helmings afslátt vegna framkvæmda. 26. ágúst 2019 07:30 Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 18. ágúst 2019 13:10 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Reykjavíkurborg ætlar að stórefla upplýsingamiðlun og samráð við íbúa og rekstraraðila þar sem framkvæmdir fara fram eftir harða gagnrýni undanfarið. Gert er ráð fyrir að fyrri hluta framkvæmda á Óðinsgötu verði lokið um næstu mánaðamót, það sama á við um Hverfisgötu. Fornleifar hafa fundist á þremur stöðum í ferlinu. Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. Íbúar við hluta Óðinsgötu fengu bréf frá borgaryfirvöldum í gær þar sem fram kom að framkvæmdum yrði að mestu lokið í lok september. “Í heildina þá er verkið náttúrlega að tefjast hjá okkur. Það er að tefjast um fjórar til sex vikur frá því sem upphaflega var lagt upp með. Það er fyrst og fremst vegna þess umfangs sem hefur komið í ljós hér undir yfirborðinu,“ sagði Ámundi V. Brynjólfsson, stjórnandi framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu.Hefði ekki mátt sjá þetta fyrir?„Að einhverju leyti kannski, vissulega, en heilt yfir þá vitum við ekki hvað er hér undir yfirborðinu þegar við rjúfum yfirborðið. Hér er hafa til dæmis líka komið í ljós fornminjar á að minnsta kosti þremur stöðum,“ sagði Ámundi jafnframt. Hann segir að borgin hafi ákveðið að stórefla upplýsingagjöf og samskipti við hagsmunaaðila vegna umkvartana þeirra undanfarið. „Það er nú bara þegar komin af stað umbótavinna í því skyni einmitt að bæta upplýsingagjöfina í kringum framkvæmdir og þá sérstaklega hér í miðborginni. Krafan er kannski orðin svolítið sú í samfélaginu núna að fólk vill upplýsingar fljótt og ört, og oft þurfum við að gefa þær nánast maður á mann.“ Ámundi býst við því að Óðinstorg verði að mestu tilbúið í desember. „Og stefnum að því ótrauð enn þá að hér í desember verði jólamarkaður á torginu.“ Hann segir enn fremur að búist sé við að framkvæmdum verði að mestu lokið á Hverfisgötu um næstu mánaðamót.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segir að borgaryfirvöld skorti auðmýkt, stjórnsýslan völundarhús og framkvæmdir illa útfærðar Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. 25. ágúst 2019 15:00 Skoða málsókn vegna Hverfisgötu Lögmaður undirbýr nú mögulega hópmálsókn rekstraraðila við Hverfisgötu á hendur Reykjavíkurborg vegna vanefnda og seinagangs en óvíst er um undirtektir. Hótel við götuna hefur þurft að gefa gestum sínum helmings afslátt vegna framkvæmda. 26. ágúst 2019 07:30 Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 18. ágúst 2019 13:10 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Segir að borgaryfirvöld skorti auðmýkt, stjórnsýslan völundarhús og framkvæmdir illa útfærðar Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. 25. ágúst 2019 15:00
Skoða málsókn vegna Hverfisgötu Lögmaður undirbýr nú mögulega hópmálsókn rekstraraðila við Hverfisgötu á hendur Reykjavíkurborg vegna vanefnda og seinagangs en óvíst er um undirtektir. Hótel við götuna hefur þurft að gefa gestum sínum helmings afslátt vegna framkvæmda. 26. ágúst 2019 07:30
Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 18. ágúst 2019 13:10
„Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45