Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 13. september 2019 22:30 Reykjavíkurborg ætlar að stórefla upplýsingamiðlun og samráð við íbúa og rekstraraðila þar sem framkvæmdir fara fram eftir harða gagnrýni undanfarið. Gert er ráð fyrir að fyrri hluta framkvæmda á Óðinsgötu verði lokið um næstu mánaðamót, það sama á við um Hverfisgötu. Fornleifar hafa fundist á þremur stöðum í ferlinu. Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. Íbúar við hluta Óðinsgötu fengu bréf frá borgaryfirvöldum í gær þar sem fram kom að framkvæmdum yrði að mestu lokið í lok september. “Í heildina þá er verkið náttúrlega að tefjast hjá okkur. Það er að tefjast um fjórar til sex vikur frá því sem upphaflega var lagt upp með. Það er fyrst og fremst vegna þess umfangs sem hefur komið í ljós hér undir yfirborðinu,“ sagði Ámundi V. Brynjólfsson, stjórnandi framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu.Hefði ekki mátt sjá þetta fyrir?„Að einhverju leyti kannski, vissulega, en heilt yfir þá vitum við ekki hvað er hér undir yfirborðinu þegar við rjúfum yfirborðið. Hér er hafa til dæmis líka komið í ljós fornminjar á að minnsta kosti þremur stöðum,“ sagði Ámundi jafnframt. Hann segir að borgin hafi ákveðið að stórefla upplýsingagjöf og samskipti við hagsmunaaðila vegna umkvartana þeirra undanfarið. „Það er nú bara þegar komin af stað umbótavinna í því skyni einmitt að bæta upplýsingagjöfina í kringum framkvæmdir og þá sérstaklega hér í miðborginni. Krafan er kannski orðin svolítið sú í samfélaginu núna að fólk vill upplýsingar fljótt og ört, og oft þurfum við að gefa þær nánast maður á mann.“ Ámundi býst við því að Óðinstorg verði að mestu tilbúið í desember. „Og stefnum að því ótrauð enn þá að hér í desember verði jólamarkaður á torginu.“ Hann segir enn fremur að búist sé við að framkvæmdum verði að mestu lokið á Hverfisgötu um næstu mánaðamót. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segir að borgaryfirvöld skorti auðmýkt, stjórnsýslan völundarhús og framkvæmdir illa útfærðar Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. 25. ágúst 2019 15:00 Skoða málsókn vegna Hverfisgötu Lögmaður undirbýr nú mögulega hópmálsókn rekstraraðila við Hverfisgötu á hendur Reykjavíkurborg vegna vanefnda og seinagangs en óvíst er um undirtektir. Hótel við götuna hefur þurft að gefa gestum sínum helmings afslátt vegna framkvæmda. 26. ágúst 2019 07:30 Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 18. ágúst 2019 13:10 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Reykjavíkurborg ætlar að stórefla upplýsingamiðlun og samráð við íbúa og rekstraraðila þar sem framkvæmdir fara fram eftir harða gagnrýni undanfarið. Gert er ráð fyrir að fyrri hluta framkvæmda á Óðinsgötu verði lokið um næstu mánaðamót, það sama á við um Hverfisgötu. Fornleifar hafa fundist á þremur stöðum í ferlinu. Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. Íbúar við hluta Óðinsgötu fengu bréf frá borgaryfirvöldum í gær þar sem fram kom að framkvæmdum yrði að mestu lokið í lok september. “Í heildina þá er verkið náttúrlega að tefjast hjá okkur. Það er að tefjast um fjórar til sex vikur frá því sem upphaflega var lagt upp með. Það er fyrst og fremst vegna þess umfangs sem hefur komið í ljós hér undir yfirborðinu,“ sagði Ámundi V. Brynjólfsson, stjórnandi framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu.Hefði ekki mátt sjá þetta fyrir?„Að einhverju leyti kannski, vissulega, en heilt yfir þá vitum við ekki hvað er hér undir yfirborðinu þegar við rjúfum yfirborðið. Hér er hafa til dæmis líka komið í ljós fornminjar á að minnsta kosti þremur stöðum,“ sagði Ámundi jafnframt. Hann segir að borgin hafi ákveðið að stórefla upplýsingagjöf og samskipti við hagsmunaaðila vegna umkvartana þeirra undanfarið. „Það er nú bara þegar komin af stað umbótavinna í því skyni einmitt að bæta upplýsingagjöfina í kringum framkvæmdir og þá sérstaklega hér í miðborginni. Krafan er kannski orðin svolítið sú í samfélaginu núna að fólk vill upplýsingar fljótt og ört, og oft þurfum við að gefa þær nánast maður á mann.“ Ámundi býst við því að Óðinstorg verði að mestu tilbúið í desember. „Og stefnum að því ótrauð enn þá að hér í desember verði jólamarkaður á torginu.“ Hann segir enn fremur að búist sé við að framkvæmdum verði að mestu lokið á Hverfisgötu um næstu mánaðamót.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segir að borgaryfirvöld skorti auðmýkt, stjórnsýslan völundarhús og framkvæmdir illa útfærðar Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. 25. ágúst 2019 15:00 Skoða málsókn vegna Hverfisgötu Lögmaður undirbýr nú mögulega hópmálsókn rekstraraðila við Hverfisgötu á hendur Reykjavíkurborg vegna vanefnda og seinagangs en óvíst er um undirtektir. Hótel við götuna hefur þurft að gefa gestum sínum helmings afslátt vegna framkvæmda. 26. ágúst 2019 07:30 Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 18. ágúst 2019 13:10 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Segir að borgaryfirvöld skorti auðmýkt, stjórnsýslan völundarhús og framkvæmdir illa útfærðar Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. 25. ágúst 2019 15:00
Skoða málsókn vegna Hverfisgötu Lögmaður undirbýr nú mögulega hópmálsókn rekstraraðila við Hverfisgötu á hendur Reykjavíkurborg vegna vanefnda og seinagangs en óvíst er um undirtektir. Hótel við götuna hefur þurft að gefa gestum sínum helmings afslátt vegna framkvæmda. 26. ágúst 2019 07:30
Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 18. ágúst 2019 13:10
„Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45