Íslenskir hvítflibbakrimmar sleppa við þungar refsingar Björn Þorfinnsson skrifar 14. september 2019 10:00 Innheimta sekta dómstóla hefur verið í miklum ólestri um árabil. Nú í sumar lagði starfshópur fram tillögur til úrbóta í nýrri skýrslu. Þær byggja á sambærilegum eldri tillögum sem aldrei hafa komist í framkvæmd. Flestir sem dæmdir eru til greiðslu sekta hjá dómstólum kjósa að afplána fangelsisdóm frekar en að borga margar milljónir til ríkisins. Hæstu sektirnar eru vegna hvítflibbaglæpa, til dæmis vegna margs konar skattalagabrota. Hinir dæmdu fá þó fæstir að kynnast lífinu á bak við lás og slá. Fangelsiskerfið er svo gott sem sprungið og því engin pláss fyrir afplánun vegna sekta. Sektarrefsingar eru oftast fullnustaðar með ólaunaðri samfélagsþjónustu ef þær eru fullnustaðar yfir höfuð. Það er ekki svo að einstaklingur sem er dæmdur til sektar upp á 100 milljónir króna þurfi að vinna launalaust til lengri tíma fyrir samfélagið. Hámark samfélagsþjónustu í dag er 480 klukkustundir og því er hinn stórskuldugi hvítflibbakrimmi laus allra mála eftir rúma tvo mánuði miðað við hefðbundinn átta tíma vinnudag. Tímakaupið er því gott. Þá hefur andvirði rúmra tveggja milljarða af sektum verið afskrifað á undanförnum árum. Óhætt er því að draga þá ályktun að hvítflibbaglæpamenn sleppi vel. Þetta er í einfölduðu máli sú sviðsmynd sem er dregin upp í skýrslu starfshóps um innheimtuhlutfall sekta og sakarkostnaðar. Hópurinn skilaði skýrslunni inn í sumar og bíður hún nú afgreiðslu í dómsmálaráðuneytinu. Þetta er þó ekki fyrsta skýrslan um slæmt ástand í málaflokknum. Slík skýrsla var líka unnin árið 2009 og tvær eftirfylgniskýrslur fylgdu í kjölfarið árið 2012 og 2015. Niðurstaðan var alltaf sú sama. Ástandið er óboðlegt en vilji til úrlausna virðist afar lítill. Ef kafað er dýpra í skýrsluna skýrist af hverju innheimta sekta gengur svo illa. Yfirvöld hafa engin tæki til innheimtu sem virka. Í stuttu máli geta yfirvöld aðeins gert fjárnám í eignum hins dæmda og skráð hann á vanskilaskrá ef slíkt fjárnám reynist árangurslaust. Vandamálið er hins vegar að meirihluti þeirra sem eru dæmdir til greiðslu sekta eru eignalausir og því hvatinn til þess að greiða háar sektir lítill sem enginn. Ef svo ólíklega vill til að viðkomandi eigi eignir þá eru þær yfirleitt yfirveðsettar. Starfshópurinn leggur til margs konar lausnir. Það sem gefur þó ekki tilefni til bjartsýni er að þær eru flestar ekki nýjar af nálinni. Lausnirnar felast í launaafdrátti, heimild til skuldajöfnunar við inneignir á opinberum gjöldum, heimild til kyrrsetningar eigna, að fyrningartími sekta verði lengdur og að ekki megi fullnusta sektir yfir 10 milljónir króna með samfélagsþjónustu. Þá er lagt til að hámark klukkustunda í samfélagsþjónustu verði tvöfaldaður og verði 960 klukkustundir. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er skýrsla starfshópsins komin í farveg innan ráðuneytisins. Það mun koma í hlut nýskipaðs dómsmálaráðherra, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, að tryggja að hún dagi ekki uppi eins og þær fyrri. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stjórnsýsla Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Flestir sem dæmdir eru til greiðslu sekta hjá dómstólum kjósa að afplána fangelsisdóm frekar en að borga margar milljónir til ríkisins. Hæstu sektirnar eru vegna hvítflibbaglæpa, til dæmis vegna margs konar skattalagabrota. Hinir dæmdu fá þó fæstir að kynnast lífinu á bak við lás og slá. Fangelsiskerfið er svo gott sem sprungið og því engin pláss fyrir afplánun vegna sekta. Sektarrefsingar eru oftast fullnustaðar með ólaunaðri samfélagsþjónustu ef þær eru fullnustaðar yfir höfuð. Það er ekki svo að einstaklingur sem er dæmdur til sektar upp á 100 milljónir króna þurfi að vinna launalaust til lengri tíma fyrir samfélagið. Hámark samfélagsþjónustu í dag er 480 klukkustundir og því er hinn stórskuldugi hvítflibbakrimmi laus allra mála eftir rúma tvo mánuði miðað við hefðbundinn átta tíma vinnudag. Tímakaupið er því gott. Þá hefur andvirði rúmra tveggja milljarða af sektum verið afskrifað á undanförnum árum. Óhætt er því að draga þá ályktun að hvítflibbaglæpamenn sleppi vel. Þetta er í einfölduðu máli sú sviðsmynd sem er dregin upp í skýrslu starfshóps um innheimtuhlutfall sekta og sakarkostnaðar. Hópurinn skilaði skýrslunni inn í sumar og bíður hún nú afgreiðslu í dómsmálaráðuneytinu. Þetta er þó ekki fyrsta skýrslan um slæmt ástand í málaflokknum. Slík skýrsla var líka unnin árið 2009 og tvær eftirfylgniskýrslur fylgdu í kjölfarið árið 2012 og 2015. Niðurstaðan var alltaf sú sama. Ástandið er óboðlegt en vilji til úrlausna virðist afar lítill. Ef kafað er dýpra í skýrsluna skýrist af hverju innheimta sekta gengur svo illa. Yfirvöld hafa engin tæki til innheimtu sem virka. Í stuttu máli geta yfirvöld aðeins gert fjárnám í eignum hins dæmda og skráð hann á vanskilaskrá ef slíkt fjárnám reynist árangurslaust. Vandamálið er hins vegar að meirihluti þeirra sem eru dæmdir til greiðslu sekta eru eignalausir og því hvatinn til þess að greiða háar sektir lítill sem enginn. Ef svo ólíklega vill til að viðkomandi eigi eignir þá eru þær yfirleitt yfirveðsettar. Starfshópurinn leggur til margs konar lausnir. Það sem gefur þó ekki tilefni til bjartsýni er að þær eru flestar ekki nýjar af nálinni. Lausnirnar felast í launaafdrátti, heimild til skuldajöfnunar við inneignir á opinberum gjöldum, heimild til kyrrsetningar eigna, að fyrningartími sekta verði lengdur og að ekki megi fullnusta sektir yfir 10 milljónir króna með samfélagsþjónustu. Þá er lagt til að hámark klukkustunda í samfélagsþjónustu verði tvöfaldaður og verði 960 klukkustundir. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er skýrsla starfshópsins komin í farveg innan ráðuneytisins. Það mun koma í hlut nýskipaðs dómsmálaráðherra, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, að tryggja að hún dagi ekki uppi eins og þær fyrri.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stjórnsýsla Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira