Lífið

Ariana Grande, Miley Cyrus og Lana Del Rey gefa út tónlistarmyndband

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ariana Grande, Lana Del Rey og Miley Cyrus skarta vængjum í tónlistarmyndbandinu fyrir Don't Call Me Angel.
Ariana Grande, Lana Del Rey og Miley Cyrus skarta vængjum í tónlistarmyndbandinu fyrir Don't Call Me Angel. skjáskot/youtube

Ariana Grande, Miley Cyrus og Lana Del Rey stilltu saman strengi sína og gáfu í gær út lag í tilefni af endurgerð Charlie‘s Angels. Lagið heitir Don‘t Call Me Angel sem þýðist yfir á íslensku sem Ekki kalla mig engil.

Þremenningarnir spóka sig um í risa stóru glæsihúsi og skarta vængjum í myndbandinu. Del Rey röltir um vel búið vopnabúr á meðan Cyrus heldur sig til í box-hring, þar sem hún skiptist á að boxa og „pynta“ fanga.


Þær gæða sér einnig á dýrindis mat áður en Elizabeth Banks, sem leikur Bosley í myndinni og leikstýrir henni, segir Englunum að húsið sé ekki þeirra og þær þurfi að fara að vinna.

Charlie‘s Angels myndin kemur út í nóvember á þessu ári en hún er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 2000 og samnefndra þátta sem sýndir voru á áttunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk fara Kristen Stewart, Ella Balinska og Naomi Scott.

Stikla myndarinnar er hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.