Innlent

Hlaup hafið í Skaftá

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá síðasta Skaftárhlaupi.
Frá síðasta Skaftárhlaupi. Vísir/Jóhann K.

Lítið hlaup stendur nú yfir í Skaftá, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Rennsli hefur aukist lítillega í ánni en rafleiðni hefur hækkað jafnt og þétt síðan fyrir helgi og er nú um 290 míkróS/cm.

Hlaupið kemur úr Vestari-Skaftárkatli en síðast hljóp úr katlinum í ágúst 2018 og er því ekki búist við stóru hlaupi.

Vegfarendum er bent á að staldra ekki lengi við nálægt upptökum árinnar vegna hugsanlegrar gasmengunar. Veðurstofan fylgist áfram með gangi mála.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.