Innlent

Vatnsrennsli og rafleiðni aukist lítillega

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Frá Skaftárhlaupi í fyrra.
Frá Skaftárhlaupi í fyrra. Vísir/Jóhann K.

Vatnsrennsli í Skaftá hefur aukist lítillega í dag en í gær hófst lítið hlaup. Samhliða aukningunni hefur rafleiðni einnig aukist.



Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að ástæðan fyrir því að hlaupið sé jafn lítið og raun ber vitni í ár sé sú að mikið hlaup kom úr báðum Skaftárkötlum í ágúst í fyrra. Í ár kemur hlaupið einungis úr vestari katlinum.



„Þetta er svo lítið og rólegt hlaup. Aðeins hækkað vatnshæðin frá því í gær. Þetta nær ekki einu sinni vatnshæð í mestu úrkomum. Það er engin hætta, þannig.“



Böðvar varar fólk við því að standa lengi við upptök árinnar vegna gasmengunar.



„Af því að það er frekar stillt veður við upptök árinnar að það er svona meiri hætta á að gasið setjist í lægðir og svona.“



Er vitað hvenær hlaupið nær hámarki? „Nei, þetta gerist svo hægt greinilega. Katlarnir tæmdust eiginlega í fyrra, það var svo stórt hlaup í fyrra, við gerum ekki ráð fyrir að það hafi safnast mikið saman til að gera stórt hlaup núna. Og af því þetta er svo rólegt og erfitt að spá fyrir um hvenær þetta nær hámarki, það er ekki búið virðist vera.“

 




Tengdar fréttir

Hlaupið í Skaftá nú mjög lítið

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir hlaupið í Skaftá nú mjög lítið. Það sem sýni skýr merki hlaups sé hækkuð rafleiðini. Vatnsyfirborð hefur lítið vaxið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×