Lífið

Skoðunarferð með Dwight Howard um 3300 fermetra villu hans í Atlanta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dwight Howard á ágæta eign í Atlanta.
Dwight Howard á ágæta eign í Atlanta.

Körfuboltamaðurinn Dwight Howard verður á mála hjá Los Angeles Lakers í vetur en hann á aftur á móti stórglæsilegt hús í Atlanta.

Húsið er metið á um 9 milljónir dollara eða því sem samsvarar 1,1 milljarð íslenskra króna.

Í húsinu eru fimm eldhús, þrjú þvottaherbergi og fjórtán bíla bílskúr.

Howard hefur alltaf verið skemmtileg týpa og bauð hann fasteignasalanum Graham Bensinger til að skoða eignina.

Innslagið er heldur betur fróðlegt og má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.