Innlent

51% einstaklinga á aldrinum 18-29 reykt kannabis

Andri Eysteinsson skrifar
22% fólks á aldrinum 18-29 telur að kannabis sé mjög lítið eða alls ekki skaðlegt.
22% fólks á aldrinum 18-29 telur að kannabis sé mjög lítið eða alls ekki skaðlegt. Fréttablaðið/Stefán
22% fólks á aldrinum 18-29 telur að kannabis sé mjög lítið eða alls ekki skaðlegt. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Foreldrahús. Könnunin var lögð fyrir þjóðgátt Maskínu sem dregin er með tilviljun úr Þjóðskrá. Alls voru svarendur 897 talsins en voru þeir alls staðar af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri.Í könnuninni, sem fram fór dagana 19. til 28. ágúst síðastliðinn voru þátttakendur spurðir um viðhorf þeirra til kannabiss og einnig hvort það hefði prófað eða neytt nokkurra vímugjafa á lífsleiðinni.Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar telja 87% landsmanna að kannabis sé skaðlegt heilsunni. Mikill munur er á viðhorfi eftir aldri.39% þeirra sem eru undir þrítugu telja kannabis mjög skaðlegt, 2% telja efnið ekki skaðlegt og um 20% segjast telja að kannabis sé mjög lítið skaðlegt.Til samanburðar telja um 60% þeirra sem eru á aldrinum 30 ára og eldri að kannabis sé mjög skaðlegt heilsunni.Niðurstöður þess hluta könnunarinnar sem lýtur að neyslu gefa til kynna að 83% þátttakenda hafi bragðað áfengi en þriðjungur hafði prófað eða neytt kannabisefna. 13% höfðu prófað amfetamín og 12,3% kókaín.Sé litið til einstakra aldurshópa hafði meira en helmingur þeirra á aldrinum 18-29 prófað kannabis (51,4%) og 23,6% kókaín.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.