Innlent

Rafmagnsleysi á Suðurlandi í morgunsárið

Samúel Karl Ólason skrifar
Miðað við tilkynningarnar frá Landsneti varð fyrst straumlaust skömmu eftir klukkan fimm í morgun.
Miðað við tilkynningarnar frá Landsneti varð fyrst straumlaust skömmu eftir klukkan fimm í morgun. Vísir/Landsnet

Víða varð rafmagnslaust á Suðurlandi í snemma í morgun. Rafmagnsleysið náði í það minnsta til Selfoss, Hveragerðis, Þorlákshafnar, Stokkseyrar og Eyrarbakka. Samkvæmt tilkynningum á vef Landsnets er rafmagn komið aftur á á alla staði sem misstu rafmagn fyrr í nótt.

Miðað við tilkynningarnar frá Landsneti varð fyrst straumlaust skömmu eftir klukkan fimm í morgun. Spennu varð aftur komið á í Þorlákshöfn um hálf sex og í Hveragerði um korter í sex. Skömmu eftir sex var búið að ná spennu aftur.

Þá segir að bilunin hafi sennilega komið upp á Þorlákshafnarlínu 1 og er unnið að frekari skoðunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.