Innlent

Geisla beint að flugvélum í aðflugi

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið var að geislinn hafi komið úr Kópavogi.
Talið var að geislinn hafi komið úr Kópavogi. Fréttablaðið/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning frá flugstjórn um að bláum geisla hafi verið beint að tveimur farþegaþotum sem verið var að lenda í Keflavík. Tilkynningin barst skömmu eftir miðnætti og var talið að geislinn hafi komið frá ákveðnu hverfi í Kópavogi. Athugun lögreglu leiddi þó ekkert í ljós.

Sterkir geislar af þessu tagi geta haft mjög truflandi áhrif á flugmenn, sér í lagi þar sem þeir eru að koma inn til lendingar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, þar sem einnig kemur fram að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu í heimahúsi í Kópavogi. Þar var karlmaður handtekinn á vettvangi og grunaður um húsbrot og líkamsárás gegn íbúa hússins.

Þá voru tveir erlendir aðilar handteknir í Breiðholti um klukkan sex í gær. Þeir voru mjög ölvaðir og að angra fólk. Þegar lögregluþjóna bar að garði voru þeir ósamvinnuþýðir og ógnandi í hegðun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.