Lífið

Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Reykjavíkurdætur ekki paránægðar með uppistand Önnu Svövu.
Reykjavíkurdætur ekki paránægðar með uppistand Önnu Svövu. Myndir / ERNIR / BERGLAUG PETRA GARÐARSDÓTTIR

Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. Ekki eru allir parsáttir með umfjöllunarefni sýningarinnar og meðal þeirra er rappsveitin Reykjavíkurdætur. Svo virðist sem gert sé grín á þeirra kostnað í sýningunni og fer þar Anna Svava fremst í flokki.

Þær Steiney Skúladóttir og Þura Stína hafa báðar tjáð sig um málið á Twitter og segir til að mynda Steiney þar: „Anna Svava komin í eitthvað grínþrot, hitar upp fyrir Björn Braga og stelur einum góðum MC Gauta brandara 4 árum seinna. Það er verið að bóka okkur á festivöl um allan heim, spila okkur á útvarpsstöðvum eins og BBC og við vorum að vinna verðlaunin besta up and coming hip hop band í Evrópu. Það er pjúra bara Ísland sem vill ekki sjá okkur. Þetta er svo ljótt kynjamisrétti að ég á ekki orð.“

Þura Stína opnar einnig á umræðuna með þessum orðum: „Að segja að það séu engir góðir kvenrapparar á Ísland í dag er svo ljótt og ömurlegt djók, við erum að spila út um allan heim fyrir mörgþúsund manns og vinna alþjóðleg tónlistarverðlaun og Ísland er ennþá bara: Þið sökkið. Allar. Fyrir utan Önnu Svövu að gera grín af öllum íslenskum stelpum sem rappa á Íslandi fyrir fullum sal að þá eru Rvkdtr búnar að fá eitt bókunar-request frá hátíðum á Íslandi síðasta árið.“

Vísir setti sig í samband við Önnu Svövu sem vildi fá frest til að kynna sér málið áður en hún veitir viðbrögð.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.