Lífið

Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Reykjavíkurdætur ekki paránægðar með uppistand Önnu Svövu.
Reykjavíkurdætur ekki paránægðar með uppistand Önnu Svövu. Myndir / ERNIR / BERGLAUG PETRA GARÐARSDÓTTIR
Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. Ekki eru allir parsáttir með umfjöllunarefni sýningarinnar og meðal þeirra er rappsveitin Reykjavíkurdætur. Svo virðist sem gert sé grín á þeirra kostnað í sýningunni og fer þar Anna Svava fremst í flokki.

Þær Steiney Skúladóttir og Þura Stína hafa báðar tjáð sig um málið á Twitter og segir til að mynda Steiney þar: „Anna Svava komin í eitthvað grínþrot, hitar upp fyrir Björn Braga og stelur einum góðum MC Gauta brandara 4 árum seinna. Það er verið að bóka okkur á festivöl um allan heim, spila okkur á útvarpsstöðvum eins og BBC og við vorum að vinna verðlaunin besta up and coming hip hop band í Evrópu. Það er pjúra bara Ísland sem vill ekki sjá okkur. Þetta er svo ljótt kynjamisrétti að ég á ekki orð.“

Þura Stína opnar einnig á umræðuna með þessum orðum: „Að segja að það séu engir góðir kvenrapparar á Ísland í dag er svo ljótt og ömurlegt djók, við erum að spila út um allan heim fyrir mörgþúsund manns og vinna alþjóðleg tónlistarverðlaun og Ísland er ennþá bara: Þið sökkið. Allar. Fyrir utan Önnu Svövu að gera grín af öllum íslenskum stelpum sem rappa á Íslandi fyrir fullum sal að þá eru Rvkdtr búnar að fá eitt bókunar-request frá hátíðum á Íslandi síðasta árið.“

Vísir setti sig í samband við Önnu Svövu sem vildi fá frest til að kynna sér málið áður en hún veitir viðbrögð.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×