Lífið

Íslendingar kveðja Nonnabita: Morrison, Joplin, Hendrix og nú Nonni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nonni hefur verið einn vinsælasti veitingarmaður landsins í áraraðir. Hann fer yfir í Bæjarlindina þar sem hann var strax mættur í morgun.
Nonni hefur verið einn vinsælasti veitingarmaður landsins í áraraðir. Hann fer yfir í Bæjarlindina þar sem hann var strax mættur í morgun. Myndir / Daniel / Vilhelm
Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur. Frá þessu er greint á Facebook-síðu staðarins.

Þar segir að eigendur hafi selt eignina. Nonnabiti hefur um árabil verið vinsæll áfangastaður meðal skemmtanaglaðra Íslendinga og oft síðasta stopp áður en haldið er heim eftir djammið.

Íslendingar syrgja endalok Nonnabita í miðbænum á samfélagsmiðlum í dag og er þetta greinilega mikill sorgardagur fyrir aðdáendur staðarins.

Jón Guðnason, betur þekktur sem Nonni á Nonnabitum, tók ávallt vel á móti gestum í Hafnarstrætinu og er hann mjög vinsæll starfsmaður meðal viðskiptavina sem hópast væntanlega núna upp í Kópavog í Bæjarlind þar sem eina Nonnastaður landsins verður áfram.

Hér að neðan má lesa umræðu Íslendinga um Nonnabita en sumir vilja líkja þessu við þegar þau Jim Morrison, Janis Joplin og Jimi Hendrix féllu frá 27 ára, rétt eins og miðbæjarútibú Nonna. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×