Lífið

Safna heimildum fyrir mynd um Jóhann Jóhannsson sem hefði orðið fimmtugur í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann fannst látin á heimili sínu í Berlín þann 9. febrúar 2018.
Jóhann fannst látin á heimili sínu í Berlín þann 9. febrúar 2018.

Í dag, 19. september 2019, hefði tónskáldið Jóhann Jóhannsson orðið fimmtugur.

Framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures undirbýr nú heimildarmynd í fullri lengd um Jóhann undir vinnuheitinu 123 Forever: Jóhann Jóhannsson.

Höfundar og leikstjórar myndarinnar eru Kira Kira, Orri Jónsson og Davíð Hörgdal Stefánsson og er myndin gerð í fullu samráði við fjölskyldu, vini og samstarfsfélaga Jóhanns.

Ferill Jóhanns var langur og einstakur, bæði í eigin tónlistarsköpun, kvikmyndagerð og ótal samstarfsverkefnum um allan heim.

„Það er ætlun okkar að gera ferli hans ítarleg og metnaðarfull skil og varpa skapandi ljósi á vinnubrögð og heimspeki þessa magnaða listamanns. Umfangsmikil heimildasöfnun stendur nú yfir og öllum ábendingum um efni er vísað til 123forever@jmp.is,“ segir í tilkynningu frá framleiðendum. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.