Lífið

Rikki G hefði ekki orðið góður hermaður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rikki G fer ekki aftur á skotæfingasvæði.
Rikki G fer ekki aftur á skotæfingasvæði.
Í byrjun ágúst fóru þættirnir Rikki fer til Ameríku af stað á Stöð 2. Um er að ræða sex þátta seríu þar sem dagskrárgerðarmaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, heimsækir áfangastaði Icelandair í Bandaríkjunum ásamt Auðunni Blöndal, sem er Íslendingum vel kunnugur.

Borgirnar sex eru Denver, Seattle, Portland, Orlando, Chicago og New York og má því segja að Rikki hafi verið að upplifa nýjan heim á skömmum tíma, enda hafði hann aldrei farið til Bandaríkjanna og hingað til haldið sig við Köben og Tenerife.

Í þættinum í gærkvöldi fór Rikki til Orlando og fór meðal annars á skotæfingasvæði þar sem hann fékk að finna hvernig væri að skjóta úr mismunandi byssum.

Rikki er ekki hrifinn af byssum og í raun skíthræddur við tilhugsunina að skjóta úr slíku vopni.

Það sást glögglega í þættinum í gær og má sjá brot úr heimsókn Rikka til Orlando í spilaranum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×