Píratar misstu yfirsýn yfir fjármál flokksins Björn Þorfinnsson skrifar 3. september 2019 06:15 Unnar kennir vaxtarverkjum um að yfirsýn hafi tapast. Fréttablaðið/valli Stjórnmálaflokkur Pírata tapaði 12,5 milljónum króna árið 2018. Þetta kom í ljós þegar ársreikningurinn var gerður opinber á aðalfundi flokksins um nýliðna helgi. Árlegt framlag ríkisins til Pírata er 72 milljónir króna og því kom rekstrarniðurstaðan fundarmönnum í opna skjöldu. Sérstaklega vakti sú staðreynd athygli að slegið hafði verið skammtímalán fyrir rúmlega 22 milljónum króna. Unnar Þór Sæmundsson, sem gegnt hefur embætti gjaldkera flokksins undanfarið ár, segir fjárhagslega stöðu hans þó sterka og reiknar með að Píratar verði skuldlausir í janúar á næsta ári. Margir þættir hafi stuðlað að þessari rekstrarniðurstöðu, meðal annars hafi skort yfirsýn yfir dýra kosningabaráttu flokksins. „Það má eiginlega kenna vaxtarverkjum um. Umfang starfsemi Pírata hefur aukist gríðarlega og þeir ferlar sem voru til staðar virkuðu ekki. Það olli því að yfirsýn yfir fjármálin tapaðist að einhverju leyti í kosningabaráttunni. Meðal annars var talsvert misræmi á því hvað aðildarfélögin fengu útdeilt af fjármunum. Það var ekki sanngjarnt og eitthvað sem við hyggjumst koma í veg fyrir að gerist aftur,“ segir hann. Unnar Þór segir að gríðarleg vinna hafi farið í að greina hvað fór úrskeiðis og koma fjármálum flokksins í réttan farveg. Liður í því hafi verið að opna bókhald flokksins, sem hafi verið harðlæst frá 2016. „Það brýtur í bága við lög Pírata að hafa ekki bókhaldið opinbert og því höfðum við að leiðarljósi að vinda ofan af því. Það tókst og við erum hreykin af því að geta opnað bókhaldið. Það leiðir síðan óhjákvæmilega til heilbrigðra skoðanaskipta um hvernig fjármunum flokksins sé ráðstafað,“ segir Unnar Þór. Að hans sögn eru Píratar að ganga í gegnum talsverðar breytingar á starfsemi sinni. „Þetta hefur verið sjálfboðaliðahreyfing frá upphafi en með auknum umsvifum fer að verða erfiðara að fá hæft fólk til að taka að sér verkefni í sjálfboðavinnu sem eru í raun full vinna. Stefna Pírata er sú að hafa flatan strúktúr en það er ekki þar með sagt að það eigi ekki að vera neinn strúktúr. Hreyfingin þarf því að taka þá umræðu hvort greiða skuli þóknun fyrir ákveðin verkefni innan flokksins,“ segir Unnar Þór. Hann ákvað að gefa ekki áfram kost á sér í embætti gjaldkera á aðalfundinum en mun sitja áfram í framkvæmdaráði flokksins. Ráðið mun síðan tilnefna eftirmann hans úr sínum röðum. „Þetta er mikilvægt og umfangsmikið starf og ég er viss um að við munum finna hæfan einstakling í embættið,“ segir Unnar Þór. Hann mun þó hvergi slá af varðandi starf sitt fyrir flokkinn því hann hyggst reyna fyrir sér í prófkjöri flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Píratar Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Stjórnmálaflokkur Pírata tapaði 12,5 milljónum króna árið 2018. Þetta kom í ljós þegar ársreikningurinn var gerður opinber á aðalfundi flokksins um nýliðna helgi. Árlegt framlag ríkisins til Pírata er 72 milljónir króna og því kom rekstrarniðurstaðan fundarmönnum í opna skjöldu. Sérstaklega vakti sú staðreynd athygli að slegið hafði verið skammtímalán fyrir rúmlega 22 milljónum króna. Unnar Þór Sæmundsson, sem gegnt hefur embætti gjaldkera flokksins undanfarið ár, segir fjárhagslega stöðu hans þó sterka og reiknar með að Píratar verði skuldlausir í janúar á næsta ári. Margir þættir hafi stuðlað að þessari rekstrarniðurstöðu, meðal annars hafi skort yfirsýn yfir dýra kosningabaráttu flokksins. „Það má eiginlega kenna vaxtarverkjum um. Umfang starfsemi Pírata hefur aukist gríðarlega og þeir ferlar sem voru til staðar virkuðu ekki. Það olli því að yfirsýn yfir fjármálin tapaðist að einhverju leyti í kosningabaráttunni. Meðal annars var talsvert misræmi á því hvað aðildarfélögin fengu útdeilt af fjármunum. Það var ekki sanngjarnt og eitthvað sem við hyggjumst koma í veg fyrir að gerist aftur,“ segir hann. Unnar Þór segir að gríðarleg vinna hafi farið í að greina hvað fór úrskeiðis og koma fjármálum flokksins í réttan farveg. Liður í því hafi verið að opna bókhald flokksins, sem hafi verið harðlæst frá 2016. „Það brýtur í bága við lög Pírata að hafa ekki bókhaldið opinbert og því höfðum við að leiðarljósi að vinda ofan af því. Það tókst og við erum hreykin af því að geta opnað bókhaldið. Það leiðir síðan óhjákvæmilega til heilbrigðra skoðanaskipta um hvernig fjármunum flokksins sé ráðstafað,“ segir Unnar Þór. Að hans sögn eru Píratar að ganga í gegnum talsverðar breytingar á starfsemi sinni. „Þetta hefur verið sjálfboðaliðahreyfing frá upphafi en með auknum umsvifum fer að verða erfiðara að fá hæft fólk til að taka að sér verkefni í sjálfboðavinnu sem eru í raun full vinna. Stefna Pírata er sú að hafa flatan strúktúr en það er ekki þar með sagt að það eigi ekki að vera neinn strúktúr. Hreyfingin þarf því að taka þá umræðu hvort greiða skuli þóknun fyrir ákveðin verkefni innan flokksins,“ segir Unnar Þór. Hann ákvað að gefa ekki áfram kost á sér í embætti gjaldkera á aðalfundinum en mun sitja áfram í framkvæmdaráði flokksins. Ráðið mun síðan tilnefna eftirmann hans úr sínum röðum. „Þetta er mikilvægt og umfangsmikið starf og ég er viss um að við munum finna hæfan einstakling í embættið,“ segir Unnar Þór. Hann mun þó hvergi slá af varðandi starf sitt fyrir flokkinn því hann hyggst reyna fyrir sér í prófkjöri flokksins fyrir næstu alþingiskosningar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Píratar Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira