Fótbolti

Daníel Leó: Þetta er eintóm gleði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daníel Leó fór ungur til Aalesund í Noregi frá Grindavík.
Daníel Leó fór ungur til Aalesund í Noregi frá Grindavík. vísir/vilhelm
Daníel Leó Grétarsson er sá eini í íslenska landsliðshópnum sem hefur ekki leikið landsleik. Hann var kallaður inn í hópinn í stað Sverris Inga Ingasonar.

„Þetta er eintóm gleði. Þetta var rosa óvænt. Ég fékk hringingu á sunnudagskvöldið, hoppaði upp í flugvél og er núna kominn hingað. Þetta er draumurinn,“ sagði Daníel í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær.

Daníel lék 16 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur áður verið valinn í A-landsliðið. Hann á hins vegar enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik.

Hinn 23 ára Daníel hefur leikið með Aalesund í Noregi undanfarin fimm tímabilið. Liðið er með örugga forystu á toppi norsku B-deildarinnar.

Kem með brjóstkassann úti„Þetta hefur gengið vel og ég er þvílíkt ánægður með það. Við klikkuðum á þessu í fyrra þegar ég spilaði lítið. Við erum með gott forskot og mikið þarf að gerast til að við klúðrum þessu,“ sagði Daníel.

„Sjálfstraustið er ágætlega mikið og maður kemur bara með brjóstkassann úti og fullur orku inn í þetta verkefni.“

Grindvíkingurinn er á því að tímabilið í ár sé hans besta síðan hann kom til Aalesund.

„Það má alveg segja það. Þetta hefur ekki gengið jafn vel síðan ég kom,“ sagði Daníel Leó sem kveðst sáttur hjá Aalesund.

„Eins og er einbeiti ég mér að því að komast upp með liðinu og svo sér maður hvað gerist.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×