Innlent

Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/GVA
Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í gær. Hefur dómsmálaráðuneytið óskað eftir því að Ríkisendurskoðun geri heildarúttekt á Embætti ríkislögreglustjóra en mikill ólestur í rekstri Bílamiðstöðvarinnar er sagður gefa ástæðu til slíkrar úttektar.

Fréttablaðið greindi fyrst frá því í vor að mikillar óánægju gætti hjá lögregluumdæmum landsins með rekstur Bílamiðstöðvarinnar sem hefur verið starfrækt hjá Ríkislögreglustjóra frá aldamótum. Markmið reksturs hennar var aukin hagkvæmni með sameiginlegum rekstri bílaflota allra lögregluumdæma landsins. Það markmið mun hafa snúist upp í andhverfu sína og leiguverðið sem embættin greiða fyrir bílana hefur hækkað svo úr hófi að ekkert samræmi sé lengur á milli raun- og rekstrarkostnaðar og fjárhæðanna sem renni til Bílamiðstöðvarinnar frá lögregluembættunum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.