Innlent

Rætt um sund til heiðurs Egner

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Egnerssund við Þjóðleikhúsið er til umræðu.
Egnerssund við Þjóðleikhúsið er til umræðu. Fréttablaðið/Vilhelm

Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri óskaði eftir því við Nafnanefnd Reykjavíkurborgar að sundið næst fyrir vestan Þjóðleikhúsbygginguna fengi nafnið Egnerssund. Er það í höfuðið á norska leikskáldinu Thorbjörn Egner. Egner, sem lést árið 1990, á sérstakan sess í leikhúsinu og hefur fjöldi verka hans verið settur þar á svið, til dæmis Dýrin í Hálsaskógi og Kardemommubærinn.

Nafnanefnd gerði ekki athugasemd við tillögu Ara og vísaði henni til skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Var henni vísað áfram til borgarráðs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.