Fríir söfnunartónleikar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2019 06:45 Guðný og Gunnar Kvaran ætla að hefja leikinn á laugardaginn. Guðný Einarsdóttir er organisti Háteigskirkju. Hún er að skipuleggja tónleika þar fyrsta laugardag hvers mánaðar í vetur klukkan 17. Þeir fyrstu eru nú á laugardaginn, þá spilar Gunnar Kvaran sellóleikari með henni. Ekkert kostar inn en baukur hafður opinn fyrir orgelsjóð. „Ég er búin að vera eitt ár hér í Háteigskirkju og mér fannst strax áhugavert og mikilvægt að endurlífga orgelsjóð sem búinn er að vera til í mörg, mörg ár. Það hefur alltaf staðið til að fá vandað orgel á svalirnar, eins og gert var ráð fyrir við hönnun kirkjunnar.“ Hljóðfærið sem nú er notað keypti Marteinn Hunger til bráðabirgða þegar hann var organisti kirkjunnar á sínum tíma. Það er lítið sjö radda orgel sem hefur ágætan hljóm en ekki mikla breidd, að sögn Guðnýjar. „Þessi kirkja ber alveg stærra hljóðfæri og meiri fjölbreytileika. En það er ekki búið að ákveða hvernig orgel verður keypt og ég vil byrja söfnunina með frjálsum framlögum tónleikagesta og sjá hvernig það gengur. Býst ekki við að ég safni fyrir öllu hljóðfærinu með þessari tónleikaröð, því sjóðurinn er ekki stór fyrir. Þetta verður brekka en skemmtileg brekka því það skapaðist strax góð stemning fyrir málefninu og margir velunnarar og listamenn vilja leggja sitt af mörkum.“ Kór kirkjunnar stendur þétt við bakið á Guðnýju. „Þetta er bara dásamlegur kór, þegar ég bar hugmyndina varfærnislega undir hann, hvort við gætum hugsanlega, mögulega, haft tvenna eða þrenna tónleika fyrir jól þá voru allir til í það. Þarna er hæfileikafólk sem er tilbúið að spila á hljóðfæri og syngja einsöng,“ lýsir hún. „Ég lagði líka upp með að stemningin á tónleikunum þyrfti ekki að vera alltof hátíðleg, heldur mætti vera heimilisleg, það féll í góðan jarðveg. Við erum að gera þetta fyrir málefnið og því skapast sérstakt andrúmsloft.“ Guðný segir þau Gunnar Kvaran verða á klassískum nótum á laugardaginn, með Bach og fegurð. „Það hefur staðið til að við héldum tónleika saman og ég stakk upp á að hann opnaði með mér þessa tónleikaröð, honum leist vel á það.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Guðný Einarsdóttir er organisti Háteigskirkju. Hún er að skipuleggja tónleika þar fyrsta laugardag hvers mánaðar í vetur klukkan 17. Þeir fyrstu eru nú á laugardaginn, þá spilar Gunnar Kvaran sellóleikari með henni. Ekkert kostar inn en baukur hafður opinn fyrir orgelsjóð. „Ég er búin að vera eitt ár hér í Háteigskirkju og mér fannst strax áhugavert og mikilvægt að endurlífga orgelsjóð sem búinn er að vera til í mörg, mörg ár. Það hefur alltaf staðið til að fá vandað orgel á svalirnar, eins og gert var ráð fyrir við hönnun kirkjunnar.“ Hljóðfærið sem nú er notað keypti Marteinn Hunger til bráðabirgða þegar hann var organisti kirkjunnar á sínum tíma. Það er lítið sjö radda orgel sem hefur ágætan hljóm en ekki mikla breidd, að sögn Guðnýjar. „Þessi kirkja ber alveg stærra hljóðfæri og meiri fjölbreytileika. En það er ekki búið að ákveða hvernig orgel verður keypt og ég vil byrja söfnunina með frjálsum framlögum tónleikagesta og sjá hvernig það gengur. Býst ekki við að ég safni fyrir öllu hljóðfærinu með þessari tónleikaröð, því sjóðurinn er ekki stór fyrir. Þetta verður brekka en skemmtileg brekka því það skapaðist strax góð stemning fyrir málefninu og margir velunnarar og listamenn vilja leggja sitt af mörkum.“ Kór kirkjunnar stendur þétt við bakið á Guðnýju. „Þetta er bara dásamlegur kór, þegar ég bar hugmyndina varfærnislega undir hann, hvort við gætum hugsanlega, mögulega, haft tvenna eða þrenna tónleika fyrir jól þá voru allir til í það. Þarna er hæfileikafólk sem er tilbúið að spila á hljóðfæri og syngja einsöng,“ lýsir hún. „Ég lagði líka upp með að stemningin á tónleikunum þyrfti ekki að vera alltof hátíðleg, heldur mætti vera heimilisleg, það féll í góðan jarðveg. Við erum að gera þetta fyrir málefnið og því skapast sérstakt andrúmsloft.“ Guðný segir þau Gunnar Kvaran verða á klassískum nótum á laugardaginn, með Bach og fegurð. „Það hefur staðið til að við héldum tónleika saman og ég stakk upp á að hann opnaði með mér þessa tónleikaröð, honum leist vel á það.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira