Erlent

Myndbönd af skemmdunum: Minnst tuttugu látin og óttast að þau séu fleiri

Samúel Karl Ólason skrifar
Samhliða auknum umsvifum björgunarfólks hafa byrjað að berast fleiri myndir og myndbönd frá eyjunum sem sýna umfang skemmdanna þar.
Samhliða auknum umsvifum björgunarfólks hafa byrjað að berast fleiri myndir og myndbönd frá eyjunum sem sýna umfang skemmdanna þar. AP/Gonzalo Gaudenzi
Umfangsmikið björgunarstarf á sér nú stað á Great Abaco og Grand Bahama-eyjunum eftir að fellibylurinn Dorian olli þar miklum skaða. Þegar Dorian skall á eyjunni Abaco var vindhraðinn slíkur að áður hafði ekki sést á mælum og fór Abaco, ásamt stærstu eyjunni Grand Bahama, sérstaklega illa út úr hamförunum en um 70 þúsund manns búa þar.

Dorian er öflugasti fellibylur sem náð hefur landi á Bahama-eyjum. Staðfest er að minnst tuttugu eru látin og er óttast að talan muni hækka nú þegar björgunarmenn eru byrjaðir að leita í rústum húsa og braki.

Strandgæsla Bandaríkjanna hefur sent níu skip til eyjaklasans auk þyrlna sem koma að björgunarstarfinu. Þá kemur breski flotinn einnig að björgunarstarfinu auk fjölda hjálparsamtaka. Auk þess að leita að lifandi og látnum er einnig unnið að því að koma mat og lyfjum til þeirra sem þurfa á því að halda.

Samhliða auknum umsvifum björgunarfólks hafa byrjað að berast fleiri myndir og myndbönd frá eyjunum sem sýna umfang skemmdanna þar. Hér að neðan má sjá nokkur slík myndbönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×