Væringar hjá miðaldaskylmingafélagi vegna nýnasisma Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2019 09:00 Félagið kennir svokallaðar sögulegar evrópskar skylmingar, aðallega með langsverði. Vísir/getty Tveir þjálfarar skylmingafélagsins Væringja sem kennir svonefndar sögulegar evrópskar skylmingar hafa sagt skilið við félagið eftir að formaður þess afhjúpaði sig sem forsprakka hóps nýnasista. Í yfirlýsingu mótmæla þjálfararnir því að öfgahægriöfl slái eign sinni á íþróttina. Annar þeirra segir hugmyndafræði formannsins sverta starfið. Hópur íslenskra og norrænna nýnasista sem kenna sig við Norrænu mótspyrnuhreyfinguna hafa staðið fyrir aðgerðum á Íslandi í vikunni. Um skeið hafa íslenskir nýnasistar haldið úti vefsíðunni Norðurvígi í skjóli nafnleyndar og hafa þeir meðal annars keypt auglýsingar á Facebook.Stundin greindi frá því í gær að Ríkharður Leó Magnússon, formaður og einn stofnenda Væringja, hefði upplýst í hlaðvarpi með norrænum skoðanabræðrum sínum að hann væri leiðtogi íslenska hópsins. Það mæltist illa fyrir hjá Væringjum. Í færslu á Facebook-síðu félagsins, sem nú virðist hafa verið lokað eða eytt, er deginum lýst sem dökkum í sögu félagsins, félagsmanna og evrópskra miðaldabardagaíþrótta (HEMA) almennt. Þar er vísað til þess að Ríkharður Leó hafi sérstaklega talað um miðaldabardagaíþróttir sem góða íþrótt fyrir fólk sem deilir hugmyndafræði hans. „Vegna þessara nýlegu atburða ætla þjálfararnir Atli Freyr og Rúnar Páll að yfirgefa hópinn (ásamt öðrum félögum) til að stofna nýjan hóp sem verður á engan hátt tengdur Væringjum og/eða þessum stjórnmálaflokki – Reykjavík HEMA Club,“ segir í færslunni á ensku.Ekki tilbúin að starfa undir formerkjum nýnasisma Í samtali við Vísi segir Atli Freyr Guðmundsson, annar þjálfaranna sem sagði skilið við Væringja í gærkvöldi, að uppljóstrun Ríkharðs Leós hafi komið flatt upp á hann og fleiri. Engin tengsl hafi verið á milli Væringja og þeirrar hugmyndafræði sem formaðurinn aðhyllist og aldrei hafi verið rætt um stjórnmál á æfingum. „Við vorum nokkrir meðlimir sem fannst þetta sverta það starf sem við teljum okkur vera að vinna. Við vorum ekki tilbúin að starfa undir einhverjum formerkjum þar sem formaðurinn væri talsmaður fyrir nýnasista,“ segir Atli Freyr.Rúnar Páll Benediktsson, annar þjálfaranna, sem hefur sagt skilið við Væringja vegna öfgahyggju formannsins.AðsendHann og fleiri vilji ekki láta bendla sig við nýnasisma og því hafi þau ákveðið að stofna nýjan hóp. Fimm félagar hafi sagt skilið við Væringja nú þegar en Atli Freyr býst við því að flestir fylgi í fótspor þeirra. Enginn þeirra sem nú hafa yfirgefið félagið hafi setið í stjórn þess. Ekki náðist í Ríkharð Leó við vinnslu fréttarinnar en símanúmer sem skráð eru á hann virðast ótengd. Á vefsíðu Væringja kemur fram að félagið sé fyrsti og eini HEMA-skólinn á landinu, formlega stofnaður árið 2016. Þar séu æfðar miðaldaskylmingar, aðallega með langsverði. Væringjar voru norrænir víkingar sem gerðust málaliðar Miklagarðskeisara. Skylmingar Tengdar fréttir Einn handtekinn á samkomu nýnasista í miðborginni Sjónarvottar segja lítið hafa farið fyrir þessum fulltrúum Norðurvígis á Lækjartorgi sem reyndu að dreifa bæklingi sínum en eru sagðir hafa fengið lítil viðbrögð. 5. september 2019 13:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Tveir þjálfarar skylmingafélagsins Væringja sem kennir svonefndar sögulegar evrópskar skylmingar hafa sagt skilið við félagið eftir að formaður þess afhjúpaði sig sem forsprakka hóps nýnasista. Í yfirlýsingu mótmæla þjálfararnir því að öfgahægriöfl slái eign sinni á íþróttina. Annar þeirra segir hugmyndafræði formannsins sverta starfið. Hópur íslenskra og norrænna nýnasista sem kenna sig við Norrænu mótspyrnuhreyfinguna hafa staðið fyrir aðgerðum á Íslandi í vikunni. Um skeið hafa íslenskir nýnasistar haldið úti vefsíðunni Norðurvígi í skjóli nafnleyndar og hafa þeir meðal annars keypt auglýsingar á Facebook.Stundin greindi frá því í gær að Ríkharður Leó Magnússon, formaður og einn stofnenda Væringja, hefði upplýst í hlaðvarpi með norrænum skoðanabræðrum sínum að hann væri leiðtogi íslenska hópsins. Það mæltist illa fyrir hjá Væringjum. Í færslu á Facebook-síðu félagsins, sem nú virðist hafa verið lokað eða eytt, er deginum lýst sem dökkum í sögu félagsins, félagsmanna og evrópskra miðaldabardagaíþrótta (HEMA) almennt. Þar er vísað til þess að Ríkharður Leó hafi sérstaklega talað um miðaldabardagaíþróttir sem góða íþrótt fyrir fólk sem deilir hugmyndafræði hans. „Vegna þessara nýlegu atburða ætla þjálfararnir Atli Freyr og Rúnar Páll að yfirgefa hópinn (ásamt öðrum félögum) til að stofna nýjan hóp sem verður á engan hátt tengdur Væringjum og/eða þessum stjórnmálaflokki – Reykjavík HEMA Club,“ segir í færslunni á ensku.Ekki tilbúin að starfa undir formerkjum nýnasisma Í samtali við Vísi segir Atli Freyr Guðmundsson, annar þjálfaranna sem sagði skilið við Væringja í gærkvöldi, að uppljóstrun Ríkharðs Leós hafi komið flatt upp á hann og fleiri. Engin tengsl hafi verið á milli Væringja og þeirrar hugmyndafræði sem formaðurinn aðhyllist og aldrei hafi verið rætt um stjórnmál á æfingum. „Við vorum nokkrir meðlimir sem fannst þetta sverta það starf sem við teljum okkur vera að vinna. Við vorum ekki tilbúin að starfa undir einhverjum formerkjum þar sem formaðurinn væri talsmaður fyrir nýnasista,“ segir Atli Freyr.Rúnar Páll Benediktsson, annar þjálfaranna, sem hefur sagt skilið við Væringja vegna öfgahyggju formannsins.AðsendHann og fleiri vilji ekki láta bendla sig við nýnasisma og því hafi þau ákveðið að stofna nýjan hóp. Fimm félagar hafi sagt skilið við Væringja nú þegar en Atli Freyr býst við því að flestir fylgi í fótspor þeirra. Enginn þeirra sem nú hafa yfirgefið félagið hafi setið í stjórn þess. Ekki náðist í Ríkharð Leó við vinnslu fréttarinnar en símanúmer sem skráð eru á hann virðast ótengd. Á vefsíðu Væringja kemur fram að félagið sé fyrsti og eini HEMA-skólinn á landinu, formlega stofnaður árið 2016. Þar séu æfðar miðaldaskylmingar, aðallega með langsverði. Væringjar voru norrænir víkingar sem gerðust málaliðar Miklagarðskeisara.
Skylmingar Tengdar fréttir Einn handtekinn á samkomu nýnasista í miðborginni Sjónarvottar segja lítið hafa farið fyrir þessum fulltrúum Norðurvígis á Lækjartorgi sem reyndu að dreifa bæklingi sínum en eru sagðir hafa fengið lítil viðbrögð. 5. september 2019 13:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Einn handtekinn á samkomu nýnasista í miðborginni Sjónarvottar segja lítið hafa farið fyrir þessum fulltrúum Norðurvígis á Lækjartorgi sem reyndu að dreifa bæklingi sínum en eru sagðir hafa fengið lítil viðbrögð. 5. september 2019 13:30