Segir ólíklegt að dularfullur hundasjúkdómur berist til Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2019 11:42 Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Ísland. Fréttablaðið/Valli Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir mjög varhugavert að fólk skuli lesa í öll veikindi hunda sem einkenni dularfulla sjúkdómsins sem herjar nú á hunda í Ósló í Noregi. Matvælastofnun ákvað í gær að banna innflutning hunda til Íslands frá Noregi vegna sjúkdómsins og segir í tilkynningu MAST að bannið muni gilda þar til orsök veikindanna liggja fyrir. Talsverður fjöldi hunda hefur veikst og hátt í tuttugu hundar drepist. Herdís er stödd á hundasýningu í Svíþjóð eins og er og er þar sem dómari. Hún segir fólk uggandi yfir sjúkdómsfregnunum og allar viðeigandi varúðarráðstafanir hafa verið gerðar. „Það er verið að hafa við allar varúðarráðstafanir sem mögulegar eru til að koma í veg fyrir að þetta breiðist út,“ segir Herdís í samtali við fréttastofu Vísis. Norskir hundar sem skráðir voru í sýninguna fá ekki að taka þátt. Þeir hafi ekki fengið leifi til að ferðast til Svíþjóðar frá Noregi á meðan málið er til rannsóknar. Helstu einkenni þessa sjúkdóms eru blóðug uppköst og niðurgangur. Einkennin ganga yfir í flestum tilfellum á innan við sólarhring. Herdís segist hafa rætt við dýralækni sem er staddur á sýningunni með henni sem taldi sjúkdóminn orsakast af bakteríusýkingu sem myndaðist við myndun jarðgerla þegar myglað grænmeti væri urðað í jörðu. Líklegast væri að hundarnir hafi sýkst eftir að hafa innbyrt sýkta mold. Herdís segir ekki miklar líkur á að sjúkdómurinn komi upp á Íslandi. Það yrði þó auðvitað ekki gott ef svo yrði og því ætti að sýna varkárni í öllu. Hún segir einnig að fólk eigi að varast það að horfa á öll veikindi sem möguleg einkenni sjúkdómsins. „Ég vara fólk við að draga of miklar ályktanir af sögusögnum og einkennum. Það er best að leyfa vísindamönnunum að vinna sína vinnu því það er nú þannig þegar að sögusagnir fara á kreik þá eru þær fljótar að beljast út og verða að einhverju sem aldrei stóð til.“ Fréttastofa ræddi við Þorvald Þórðarson, dýralækni, sem sagðist ekki geta staðhæft neitt um málið. Ekki væri öruggt að gera það að svo stöddu. „Ég held að þetta séu meiri getgátur en nokkuð annað. Ég hef ekki heyrt að nein niðurstaða hafi verið komin í rannsóknirnar. Ekki annað en það að þeir hafa útilokað salmonellu og rottueitur. Þetta er það eina sem við höfum í höndunum í augnablikinu.“ „Ég veit að bæði dýraheilbrigðisstofnunin í Noregi, dýralæknaskólinn og Matvælastofnun Noregs eru að skoða málið, eru með rannsóknir í gangi. Ég treysti þeim bara til að koma með niðurstöðu þegar þar að kemur. Það tekur náttúrulega bara tíma að rannsaka svona hluti. Sérstaklega þegar menn eru ekki alveg öruggir hver orsökin geti verið,“ bætti Þorvaldur við. Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Banna innflutning á hundum frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem dregur dýrin snögglega til dauða Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. 6. september 2019 16:36 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir mjög varhugavert að fólk skuli lesa í öll veikindi hunda sem einkenni dularfulla sjúkdómsins sem herjar nú á hunda í Ósló í Noregi. Matvælastofnun ákvað í gær að banna innflutning hunda til Íslands frá Noregi vegna sjúkdómsins og segir í tilkynningu MAST að bannið muni gilda þar til orsök veikindanna liggja fyrir. Talsverður fjöldi hunda hefur veikst og hátt í tuttugu hundar drepist. Herdís er stödd á hundasýningu í Svíþjóð eins og er og er þar sem dómari. Hún segir fólk uggandi yfir sjúkdómsfregnunum og allar viðeigandi varúðarráðstafanir hafa verið gerðar. „Það er verið að hafa við allar varúðarráðstafanir sem mögulegar eru til að koma í veg fyrir að þetta breiðist út,“ segir Herdís í samtali við fréttastofu Vísis. Norskir hundar sem skráðir voru í sýninguna fá ekki að taka þátt. Þeir hafi ekki fengið leifi til að ferðast til Svíþjóðar frá Noregi á meðan málið er til rannsóknar. Helstu einkenni þessa sjúkdóms eru blóðug uppköst og niðurgangur. Einkennin ganga yfir í flestum tilfellum á innan við sólarhring. Herdís segist hafa rætt við dýralækni sem er staddur á sýningunni með henni sem taldi sjúkdóminn orsakast af bakteríusýkingu sem myndaðist við myndun jarðgerla þegar myglað grænmeti væri urðað í jörðu. Líklegast væri að hundarnir hafi sýkst eftir að hafa innbyrt sýkta mold. Herdís segir ekki miklar líkur á að sjúkdómurinn komi upp á Íslandi. Það yrði þó auðvitað ekki gott ef svo yrði og því ætti að sýna varkárni í öllu. Hún segir einnig að fólk eigi að varast það að horfa á öll veikindi sem möguleg einkenni sjúkdómsins. „Ég vara fólk við að draga of miklar ályktanir af sögusögnum og einkennum. Það er best að leyfa vísindamönnunum að vinna sína vinnu því það er nú þannig þegar að sögusagnir fara á kreik þá eru þær fljótar að beljast út og verða að einhverju sem aldrei stóð til.“ Fréttastofa ræddi við Þorvald Þórðarson, dýralækni, sem sagðist ekki geta staðhæft neitt um málið. Ekki væri öruggt að gera það að svo stöddu. „Ég held að þetta séu meiri getgátur en nokkuð annað. Ég hef ekki heyrt að nein niðurstaða hafi verið komin í rannsóknirnar. Ekki annað en það að þeir hafa útilokað salmonellu og rottueitur. Þetta er það eina sem við höfum í höndunum í augnablikinu.“ „Ég veit að bæði dýraheilbrigðisstofnunin í Noregi, dýralæknaskólinn og Matvælastofnun Noregs eru að skoða málið, eru með rannsóknir í gangi. Ég treysti þeim bara til að koma með niðurstöðu þegar þar að kemur. Það tekur náttúrulega bara tíma að rannsaka svona hluti. Sérstaklega þegar menn eru ekki alveg öruggir hver orsökin geti verið,“ bætti Þorvaldur við.
Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Banna innflutning á hundum frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem dregur dýrin snögglega til dauða Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. 6. september 2019 16:36 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Banna innflutning á hundum frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem dregur dýrin snögglega til dauða Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. 6. september 2019 16:36