Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ástandið að bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei verið eins slæmt á þessum árstíma og það er nú en ekki hefur tekist að opna ríflega tíu pláss á legudeildum spítalans eftir sumarlokanir. Rætt verður við yfirlækni bráðamóttökunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en hann lýsir miklum áhyggjum af stöðunni.

Fjöldi öryrkja á Íslandi hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum en umdeilt frumvarp um starfsgetumat verður líklega lagt fram í vor. Rætt verður við formann velferðarnefndar alþingis í fréttatímanum sem telur að fjölgunina megi rekja til álags á vinnumarkaði og aukinnar hættu kulnunar.

Mikilvægum áfanga var náð í dag þegar Rússar og Úkraínumenn skiptust á föngum sem höfðu verið í haldi í hvoru landi um sig um nokkurt skeið og í fréttatímanum segjum við einnig nýjustu fréttir af hamförunum af völdum fellibyljarins Dorian.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×