Árni var fórnarlamb Excel-villu læknadeildar: „Fannst mér hafa gengið betur“ Eiður Þór Árnason skrifar 7. september 2019 18:01 Árna bárust fregnir af mistökunum í gær þegar Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar Háskóla Íslands, hringdi í hann. Vísir/vilhelm - Aðsend Hinum 19 ára Árna Daníel Árnasyni kom það mjög á óvart þegar forseti læknadeildar Háskóla Íslands hafði samband og tjáði honum að Árni hafi komist inn í læknanámið. Árni var búinn að gefa upp alla von um að komast inn í læknisfræðina að sinni eftir að honum var tilkynnt fyrr í sumar að hann hafi ekki hlotið náð fyrir augum deildarinnar. Hann var búinn að nema lögfræði við HÍ í tvær vikur þegar hann fékk símtalið afdrifaríka. Árna bárust fregnir af mistökunum í gær þegar Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar Háskóla Íslands, hringdi í hann í þrígang á meðan hann sat tíma í Heimspekilegum forspjallsvísindum. Eftir að hafa hundsað símtölin frá óþekkta númerinu eins og góðum nemanda sæmir, fékk Árni skilaboð þar sem hann var beðinn um að hringja í áðurnefndan Engilbert sem væri með góð tíðindi. Læknadeildin hefur verið með inntökupróf um margra ára skeið og margir eru ævinlega um hituna. Í ár var áætlað að taka 54 nemendur inn í deildina eftir prófið, sem þreytt var í júní síðastliðnum. Færðist úr 150. sæti upp í 23. sæti Þegar Árni hringdi til baka var honum tjáð að vegna ótilgreindrar Excel-villu hafi einkunn hans og staða á inntökulista deildarinnar verið röng. Leiðrétt einkunn hans í inntökuprófinu fór úr 5,86 í 7,23 og hann færðist úr 150. sæti upp í 23. sæti á listanum. Árni hafði komist inn í læknisfræðina eins og hann hafði alltaf ætlað sér.Sjá einnig: Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræðiReiknivillan, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. Nemendurnir fimm stóðu í þeirri trú að þeir hefðu ekki komist inn í læknisfræði þangað til að hringt var í þá og þeim boðin skólavist eftir að reiknivillan var staðfest. Forseti læknadeildar HÍ harmar atvikið. Glaður og ánægður með fregnirnar Aðspurður hvernig Árni hafi tekið þessum óvæntu fréttum segist hann hafa verið frekar glaður og ánægður að heyra fregnirnar. „Það var eiginlega enginn pirringur, þó að þetta hafi komið svona seint. Hitt var eiginlega skemmtilegra, að fá að vita að manni hefði gengið svona vel og að maður hafi komist inn.“ „Mér fannst þetta undarlegt fyrst. Mér fannst mér hafa gengið betur þegar við fengum niðurstöðurnar.“ Í kjölfarið sendi Árni á læknadeildina og bað um sundurliðun á prófinu. Þeirri beiðni hafi þó ekki verið svarað, þrátt fyrir ítrekaða pósta. Það var þó fyrir tilstilli athugasemdar annars próftaka sem var ósáttur með sína niðurstöðu að aftur var farið yfir útreikninga deildarinnar og villan kom í ljós. „Þetta hlýtur að bjargast bara“ Aðspurður hvernig honum líði með að byrja í læknisfræðinni þremur vikum á eftir öðrum er Árni hvergi banginn. „Ég held að þetta muni alveg reddast. [Engilbert] allavega segir mér það, ég þarf kannski að mæta á einhver námskeið til að vinna þetta upp, og svo verður maður kannski bara að vera duglegur að lesa sjálfur, en það er svo sem ekkert sem ég get gert í þessu. Þannig að þetta hlýtur að bjargast bara.“ „Maður er nokkuð spenntur. Þetta var svo sem ætlunin allan tímann að fara í læknisfræði eftir framhaldsskóla, svo það hefur gengið upp. Ég er bara mjög þakklátur fyrir það og að villan hafi uppgötvast,“ segir Árni jafnframt sem ber engan kala til læknadeildarinnar og lítur bjartur fram á veginn.Vísir náði tali af öðrum nema sem fékk sömu gleðifréttir í gær, en hún vildi ekki gera meira mál úr þessu en orðið væri. Þetta væru mannleg mistök og hún sagðist bara vera glöð með að hafa fengið réttar upplýsingar. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræði Reiknivilla, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. 7. september 2019 14:30 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig ekki um ákæru: „Ég ætla að skoða þetta“ Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Sjá meira
Hinum 19 ára Árna Daníel Árnasyni kom það mjög á óvart þegar forseti læknadeildar Háskóla Íslands hafði samband og tjáði honum að Árni hafi komist inn í læknanámið. Árni var búinn að gefa upp alla von um að komast inn í læknisfræðina að sinni eftir að honum var tilkynnt fyrr í sumar að hann hafi ekki hlotið náð fyrir augum deildarinnar. Hann var búinn að nema lögfræði við HÍ í tvær vikur þegar hann fékk símtalið afdrifaríka. Árna bárust fregnir af mistökunum í gær þegar Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar Háskóla Íslands, hringdi í hann í þrígang á meðan hann sat tíma í Heimspekilegum forspjallsvísindum. Eftir að hafa hundsað símtölin frá óþekkta númerinu eins og góðum nemanda sæmir, fékk Árni skilaboð þar sem hann var beðinn um að hringja í áðurnefndan Engilbert sem væri með góð tíðindi. Læknadeildin hefur verið með inntökupróf um margra ára skeið og margir eru ævinlega um hituna. Í ár var áætlað að taka 54 nemendur inn í deildina eftir prófið, sem þreytt var í júní síðastliðnum. Færðist úr 150. sæti upp í 23. sæti Þegar Árni hringdi til baka var honum tjáð að vegna ótilgreindrar Excel-villu hafi einkunn hans og staða á inntökulista deildarinnar verið röng. Leiðrétt einkunn hans í inntökuprófinu fór úr 5,86 í 7,23 og hann færðist úr 150. sæti upp í 23. sæti á listanum. Árni hafði komist inn í læknisfræðina eins og hann hafði alltaf ætlað sér.Sjá einnig: Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræðiReiknivillan, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. Nemendurnir fimm stóðu í þeirri trú að þeir hefðu ekki komist inn í læknisfræði þangað til að hringt var í þá og þeim boðin skólavist eftir að reiknivillan var staðfest. Forseti læknadeildar HÍ harmar atvikið. Glaður og ánægður með fregnirnar Aðspurður hvernig Árni hafi tekið þessum óvæntu fréttum segist hann hafa verið frekar glaður og ánægður að heyra fregnirnar. „Það var eiginlega enginn pirringur, þó að þetta hafi komið svona seint. Hitt var eiginlega skemmtilegra, að fá að vita að manni hefði gengið svona vel og að maður hafi komist inn.“ „Mér fannst þetta undarlegt fyrst. Mér fannst mér hafa gengið betur þegar við fengum niðurstöðurnar.“ Í kjölfarið sendi Árni á læknadeildina og bað um sundurliðun á prófinu. Þeirri beiðni hafi þó ekki verið svarað, þrátt fyrir ítrekaða pósta. Það var þó fyrir tilstilli athugasemdar annars próftaka sem var ósáttur með sína niðurstöðu að aftur var farið yfir útreikninga deildarinnar og villan kom í ljós. „Þetta hlýtur að bjargast bara“ Aðspurður hvernig honum líði með að byrja í læknisfræðinni þremur vikum á eftir öðrum er Árni hvergi banginn. „Ég held að þetta muni alveg reddast. [Engilbert] allavega segir mér það, ég þarf kannski að mæta á einhver námskeið til að vinna þetta upp, og svo verður maður kannski bara að vera duglegur að lesa sjálfur, en það er svo sem ekkert sem ég get gert í þessu. Þannig að þetta hlýtur að bjargast bara.“ „Maður er nokkuð spenntur. Þetta var svo sem ætlunin allan tímann að fara í læknisfræði eftir framhaldsskóla, svo það hefur gengið upp. Ég er bara mjög þakklátur fyrir það og að villan hafi uppgötvast,“ segir Árni jafnframt sem ber engan kala til læknadeildarinnar og lítur bjartur fram á veginn.Vísir náði tali af öðrum nema sem fékk sömu gleðifréttir í gær, en hún vildi ekki gera meira mál úr þessu en orðið væri. Þetta væru mannleg mistök og hún sagðist bara vera glöð með að hafa fengið réttar upplýsingar.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræði Reiknivilla, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. 7. september 2019 14:30 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig ekki um ákæru: „Ég ætla að skoða þetta“ Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Sjá meira
Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræði Reiknivilla, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. 7. september 2019 14:30