Elsta liðið sem Ísland hefur teflt fram í landsleik og metið gæti fallið aftur á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2019 22:00 Elsta byrjunarlið Íslands. vísir/daníel Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu ferðaðist í gær til Albaníu þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM 2020 annað kvöld. Flogið var beint með liðið frá Keflavík til Tirana og á besta tíma um miðjan dag þannig að það er ekki hægt að biðja um betra ferðalag til suðaustur Evrópu. Það er líka eins gott að íslensku strákarnir fái tækifæri til að hvíla lúin bein og safna orku fyrir þennan mikilvæga og erfiða útileik. Íslenska liðið er nefnilega að eldast og nær allur hluti liðsins var líka í stórum hlutverkum þegar liðið tryggði sér fyrst sæti í úrslitakeppni stórmóts með frammistöðu sinni í undankeppni síðustu EM fyrir meira en fjórum áðum síðar. 11 af 14 leikmönnum í sigurleiknum á móti Moldóvum á laugardaginn tóku líka þátt í fyrsta leik íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 í september 2014 eða allir nema Hjörtur Hermannssson, Arnór Ingi Traustason og Rúnar Már Sigurjónsson. Þegar betur er að gáð þá tefldi Erik Hamrén fram elsta liði í sögu íslenska karlalandsliðsins í sigrinum á Moldóvu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Meðalaldur íslensku leikmannanna sem tóku þátt í leiknum var 30,8 ár og féll þar með eins og hálfs árs gamalt met frá HM í Rússlandi 2018. Leikmennirnir sem tóku þátt í jafnteflisleiknum fræga á móti Argentínu á HM 2018 voru 30,6 ára að meðaltali. Sá leikur tók líka á og það sást líka í seinni hálfleiknum á næsta leik á móti Nígeríumönnum sem tapaðist 2-0. Nígeríumenn skoruðu bæði mörkin sín í seinni hálfleik. Nú er bara að vona að strákarnir mæti með ferskari fætur í leikinn mikilvæga á móti Albaníu á morgun. Ferðalag íslenska landsliðsins til Albaníu í gær gekk vel og liðið var ekki lengi að fara í gegnum vegabréfsskoðunina. Strákarnir voru því komnir upp á hótel um tíu. Liðið æfir síðan á leikvellinum í dag og leikurinn er síðan annað kvöld. Það gæti síðan metið fallið aftur ef Erik Hamrén notar ekki meira af ungu leikmönnum liðsins.Elstu landsliðin sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta: 30,8 ár - Í sigri á Moldóvu í undankeppni EM 2020 30,6 ár - Í jafntefli á móti Argentínu á HM 2018 30,3 ár - Í sigri á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 30,2 ár - Í sigri á Andorra í undankeppni EM 2020 29,9 ár - Í jafntefli á móti Gana í vináttulandsleik 2018 29,9 ár - Í tapi á móti Frakklandi í undankeppni EM 2020 29,8 ár - Í tapi á móti Nígeríu á HM 2018 29,7 ár - Í tapi á móti Sviss í Þjóðadeildinni 2018 29,6 ár - Í sigri á Albaníu í undankeppni EM 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu ferðaðist í gær til Albaníu þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM 2020 annað kvöld. Flogið var beint með liðið frá Keflavík til Tirana og á besta tíma um miðjan dag þannig að það er ekki hægt að biðja um betra ferðalag til suðaustur Evrópu. Það er líka eins gott að íslensku strákarnir fái tækifæri til að hvíla lúin bein og safna orku fyrir þennan mikilvæga og erfiða útileik. Íslenska liðið er nefnilega að eldast og nær allur hluti liðsins var líka í stórum hlutverkum þegar liðið tryggði sér fyrst sæti í úrslitakeppni stórmóts með frammistöðu sinni í undankeppni síðustu EM fyrir meira en fjórum áðum síðar. 11 af 14 leikmönnum í sigurleiknum á móti Moldóvum á laugardaginn tóku líka þátt í fyrsta leik íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 í september 2014 eða allir nema Hjörtur Hermannssson, Arnór Ingi Traustason og Rúnar Már Sigurjónsson. Þegar betur er að gáð þá tefldi Erik Hamrén fram elsta liði í sögu íslenska karlalandsliðsins í sigrinum á Moldóvu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Meðalaldur íslensku leikmannanna sem tóku þátt í leiknum var 30,8 ár og féll þar með eins og hálfs árs gamalt met frá HM í Rússlandi 2018. Leikmennirnir sem tóku þátt í jafnteflisleiknum fræga á móti Argentínu á HM 2018 voru 30,6 ára að meðaltali. Sá leikur tók líka á og það sást líka í seinni hálfleiknum á næsta leik á móti Nígeríumönnum sem tapaðist 2-0. Nígeríumenn skoruðu bæði mörkin sín í seinni hálfleik. Nú er bara að vona að strákarnir mæti með ferskari fætur í leikinn mikilvæga á móti Albaníu á morgun. Ferðalag íslenska landsliðsins til Albaníu í gær gekk vel og liðið var ekki lengi að fara í gegnum vegabréfsskoðunina. Strákarnir voru því komnir upp á hótel um tíu. Liðið æfir síðan á leikvellinum í dag og leikurinn er síðan annað kvöld. Það gæti síðan metið fallið aftur ef Erik Hamrén notar ekki meira af ungu leikmönnum liðsins.Elstu landsliðin sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta: 30,8 ár - Í sigri á Moldóvu í undankeppni EM 2020 30,6 ár - Í jafntefli á móti Argentínu á HM 2018 30,3 ár - Í sigri á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 30,2 ár - Í sigri á Andorra í undankeppni EM 2020 29,9 ár - Í jafntefli á móti Gana í vináttulandsleik 2018 29,9 ár - Í tapi á móti Frakklandi í undankeppni EM 2020 29,8 ár - Í tapi á móti Nígeríu á HM 2018 29,7 ár - Í tapi á móti Sviss í Þjóðadeildinni 2018 29,6 ár - Í sigri á Albaníu í undankeppni EM 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn