Segir sjálfsagða kurteisi að ræða við samstarfsmenn um áform Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2019 10:26 Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, setur fram miklar efasemdir um hugmyndir Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra þess efnis að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Auglýsingar standa undir einum þriðja af tekjum RÚV. Allt tal um að hætta þeim án þess að tryggja tekjur í staðinn er því í raun tal um að skera starfsemina umfangsmikið niður,“ segir Kolbeinn í stuttri en harðorðri færslu á Facebooksíðu sinni. Ummæli Kolbeins vekja athygli en Lilja hefur áður sagt að tekjumissir RÚV vegna auglýsinga verði bættur upp með öðrum hætti.Menntamálaráðherra hefur boðað sérstaka styrki til einkarekinna fjölmiðla.Fréttablaðið/AntonBrinkEkkert samráð haft við Vinstri græn Kolbeinn segir að ekkert sé að finna í í stjórnarsáttmála um þessi mál og spyrja má með atkvæðum hverra ætlunin sé að ná því fram? „Það er sjálfsagt að ræða stöðu RÚV á auglýsingamarkaði, en slík umræða verður að hefjast á því hvernig tekjur þess verða tryggðar, ekki er ég til umræðu um niðurskurð eða að setja RÚV á fjárlög.“ Kolbeinn bætir því við að hann hefði haldið að betri stjórnunarhættir væru að vera ekki sífellt að opna á að einn þriðji af tekjum stofnunar hverfi, það geti varla haft góð áhrif á starfsemi þeirrar stofnunar og fólkið sem þar vinnur. „Að ég tali nú ekki um þá sjálfsögðu kurteisi að ræða fyrst við samstarfsfólk sitt áður en þetta er boðað opinberlega, það eru jú atkvæði okkar þingmanna sem á endanum ráða,“ segir hann af nokkrum þótta. Þannig má ljóst vera að menntamálaráðherra nýtur ekki endilega stuðnings Vinstri grænna varðandi þau áform sín að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Og liggur þannig fyrir að málið gæti reynst ríkisstjórninni erfitt.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur til að hækka útvarpsgjaldið verði RÚV tekið af auglýsingamarkaði.Vísir/vilhelmForsætisráðherra vill hækka útvarpsgjaldið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í Fréttablaðinu í dag vel koma til greina að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Fyrirkomulagið er þannig víða í kringum okkur, en það á sér þar töluvert langa sögu. Það sem ég myndi vilja leggja til er að það yrði skoðað sérstaklega hvaða áhrif það myndi hafa á íslenska auglýsingamarkaðinn, það er að segja, hvort þeir rúmir tveir milljarðar sem Ríkisútvarpið hefur í tekjur af auglýsingasölu muni skiptast yfir á hina innlendu miðlana eða hvort þeir fari annað, til dæmis úr landi,“ segir Katrín. Hún vill að Ríkisútvarpinu sé bætt upp sú upphæð sem það verði af, fari það af auglýsingamarkaði. „Ég myndi vilja gera það með því að hækka útvarpsgjaldið. Mér hugnast ekki að almannafjölmiðlill sé á fjárlögum.“Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmTelja að auglýsingatekjurnar renni til Zuckerbergs Reyndar kann það að koma menntamálaráðherra nokkuð á óvart hversu víðtæks stuðnings auglýsingar og auglýsingargerð nýtur meðal þeirra sem telja sig til menningarfólks. Og birtingar slíks efnis í Ríkisútvarpinu. Þannig má ljóst vera að Samfylkingin er andsnúin málinu ef marka má færslu Guðmundar Andra Thorssonar þingmanns og rithöfundar þar sem hann segir að það megi hugsa sér að draga megi úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, „að því tilskildu að auglýsendur finni aðra innlenda fjölmiðla fyrir sín skilaboð.“ Þarna er Guðmundur Andri að vísa til umræðu sem snýr að því sem Katrín snertir á að ofan. Að þó ekki megi auglýsa hjá ríkinu sé ekkert endilega víst að það fé renni til íslenskra fjölmiðla, sem, ef marka má umræðu menningarfólks á samfélagsmiðlum, eru heldur lítils gildir, heldur fari þeir í erlendar veitur stórfyrirtækja. „[En] að taka þriðjung tekna af stofnuninni og það sé síðan komið undir náð og miskunn fjárveitingavaldsins hvernig fjármögnun þessarar mikilvægu menningarstofnunar og umræðuvettvangs - það finnst mér ekki koma til greina. Allra síst á meðan Sjálfstæðisflokknum er haldið hér við völd, þar sem menn fjandskapast mjög við Ríkisútvarpið milli þess sem þeir vilja ráðskast með það.“Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.vísir/vilhelmMenningarlegt gildi auglýsinga Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar, og ýmsir fleiri vilja taka undir með Guðmundi Andra á hans Facebooksíðu. Hins vegar gerir þetta það að verkum oft og tíðum að kvikmyndagerðarfólk getur starfað við fag sitt… „með því að vera líka í auglýsingum. Rétt eins og rithöfundar hafa fengist við blaðamennsku eða yfirlestur, leikarar við lestur auglýsinga og fleira og fleira.“ Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri og fyrrverandi forstjóri ýmissa menningarstofnana telur á þeim sama vettvangi menningarlegt gildi auglýsinga óvéfengjanlegt. „Ég óttast að auglýsendur dragi enn frekar úr auglýsingum, þar fari umtalsverð velta frá íslenskum markaði yfir til td facebook - það er ekki endilega freistandi að auglýsa á öllum þessum minni miðlum. Það sem er jafnvel enn verra er að auglýsingagerð á Íslandi er öflugur atvinnuvettvangur sem eykur umtalsvert atvinnumöguleika og þjálfun fjölda starfsgreina, einkum í skapandi greinum, höfundar, kvikmyndaleikstjórar, tæknimenn, leikarar, tónlistarfólk osfrv. Hvernig ætla menn að bregðast við því?“ Þetta mál kann að reynast ríkisstjórninni erfiðara en Lilja hefur ætlað í fyrstu. Víst er að Sjálfstæðismenn vilja RÚV af auglýsingamarkaði meðan Vinstri grænir vilja ekki sjá neitt slíkt. Framsóknarflokkurinn, millistykkið í ríkisstjórninni, er þannig eins og milli steins og sleggju í þessu máli. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, setur fram miklar efasemdir um hugmyndir Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra þess efnis að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Auglýsingar standa undir einum þriðja af tekjum RÚV. Allt tal um að hætta þeim án þess að tryggja tekjur í staðinn er því í raun tal um að skera starfsemina umfangsmikið niður,“ segir Kolbeinn í stuttri en harðorðri færslu á Facebooksíðu sinni. Ummæli Kolbeins vekja athygli en Lilja hefur áður sagt að tekjumissir RÚV vegna auglýsinga verði bættur upp með öðrum hætti.Menntamálaráðherra hefur boðað sérstaka styrki til einkarekinna fjölmiðla.Fréttablaðið/AntonBrinkEkkert samráð haft við Vinstri græn Kolbeinn segir að ekkert sé að finna í í stjórnarsáttmála um þessi mál og spyrja má með atkvæðum hverra ætlunin sé að ná því fram? „Það er sjálfsagt að ræða stöðu RÚV á auglýsingamarkaði, en slík umræða verður að hefjast á því hvernig tekjur þess verða tryggðar, ekki er ég til umræðu um niðurskurð eða að setja RÚV á fjárlög.“ Kolbeinn bætir því við að hann hefði haldið að betri stjórnunarhættir væru að vera ekki sífellt að opna á að einn þriðji af tekjum stofnunar hverfi, það geti varla haft góð áhrif á starfsemi þeirrar stofnunar og fólkið sem þar vinnur. „Að ég tali nú ekki um þá sjálfsögðu kurteisi að ræða fyrst við samstarfsfólk sitt áður en þetta er boðað opinberlega, það eru jú atkvæði okkar þingmanna sem á endanum ráða,“ segir hann af nokkrum þótta. Þannig má ljóst vera að menntamálaráðherra nýtur ekki endilega stuðnings Vinstri grænna varðandi þau áform sín að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Og liggur þannig fyrir að málið gæti reynst ríkisstjórninni erfitt.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur til að hækka útvarpsgjaldið verði RÚV tekið af auglýsingamarkaði.Vísir/vilhelmForsætisráðherra vill hækka útvarpsgjaldið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í Fréttablaðinu í dag vel koma til greina að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Fyrirkomulagið er þannig víða í kringum okkur, en það á sér þar töluvert langa sögu. Það sem ég myndi vilja leggja til er að það yrði skoðað sérstaklega hvaða áhrif það myndi hafa á íslenska auglýsingamarkaðinn, það er að segja, hvort þeir rúmir tveir milljarðar sem Ríkisútvarpið hefur í tekjur af auglýsingasölu muni skiptast yfir á hina innlendu miðlana eða hvort þeir fari annað, til dæmis úr landi,“ segir Katrín. Hún vill að Ríkisútvarpinu sé bætt upp sú upphæð sem það verði af, fari það af auglýsingamarkaði. „Ég myndi vilja gera það með því að hækka útvarpsgjaldið. Mér hugnast ekki að almannafjölmiðlill sé á fjárlögum.“Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmTelja að auglýsingatekjurnar renni til Zuckerbergs Reyndar kann það að koma menntamálaráðherra nokkuð á óvart hversu víðtæks stuðnings auglýsingar og auglýsingargerð nýtur meðal þeirra sem telja sig til menningarfólks. Og birtingar slíks efnis í Ríkisútvarpinu. Þannig má ljóst vera að Samfylkingin er andsnúin málinu ef marka má færslu Guðmundar Andra Thorssonar þingmanns og rithöfundar þar sem hann segir að það megi hugsa sér að draga megi úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, „að því tilskildu að auglýsendur finni aðra innlenda fjölmiðla fyrir sín skilaboð.“ Þarna er Guðmundur Andri að vísa til umræðu sem snýr að því sem Katrín snertir á að ofan. Að þó ekki megi auglýsa hjá ríkinu sé ekkert endilega víst að það fé renni til íslenskra fjölmiðla, sem, ef marka má umræðu menningarfólks á samfélagsmiðlum, eru heldur lítils gildir, heldur fari þeir í erlendar veitur stórfyrirtækja. „[En] að taka þriðjung tekna af stofnuninni og það sé síðan komið undir náð og miskunn fjárveitingavaldsins hvernig fjármögnun þessarar mikilvægu menningarstofnunar og umræðuvettvangs - það finnst mér ekki koma til greina. Allra síst á meðan Sjálfstæðisflokknum er haldið hér við völd, þar sem menn fjandskapast mjög við Ríkisútvarpið milli þess sem þeir vilja ráðskast með það.“Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.vísir/vilhelmMenningarlegt gildi auglýsinga Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar, og ýmsir fleiri vilja taka undir með Guðmundi Andra á hans Facebooksíðu. Hins vegar gerir þetta það að verkum oft og tíðum að kvikmyndagerðarfólk getur starfað við fag sitt… „með því að vera líka í auglýsingum. Rétt eins og rithöfundar hafa fengist við blaðamennsku eða yfirlestur, leikarar við lestur auglýsinga og fleira og fleira.“ Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri og fyrrverandi forstjóri ýmissa menningarstofnana telur á þeim sama vettvangi menningarlegt gildi auglýsinga óvéfengjanlegt. „Ég óttast að auglýsendur dragi enn frekar úr auglýsingum, þar fari umtalsverð velta frá íslenskum markaði yfir til td facebook - það er ekki endilega freistandi að auglýsa á öllum þessum minni miðlum. Það sem er jafnvel enn verra er að auglýsingagerð á Íslandi er öflugur atvinnuvettvangur sem eykur umtalsvert atvinnumöguleika og þjálfun fjölda starfsgreina, einkum í skapandi greinum, höfundar, kvikmyndaleikstjórar, tæknimenn, leikarar, tónlistarfólk osfrv. Hvernig ætla menn að bregðast við því?“ Þetta mál kann að reynast ríkisstjórninni erfiðara en Lilja hefur ætlað í fyrstu. Víst er að Sjálfstæðismenn vilja RÚV af auglýsingamarkaði meðan Vinstri grænir vilja ekki sjá neitt slíkt. Framsóknarflokkurinn, millistykkið í ríkisstjórninni, er þannig eins og milli steins og sleggju í þessu máli.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira