Fótbolti

Gerrard: Væri alveg til í að leggja rútunni á Old Trafford

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gerrard fagnar í gær.
Gerrard fagnar í gær. vísir/getty
Það verður dregið í riðla fyrir Evrópudeild UEFA nú fyrir hádegi og Steven Gerrard, þjálfari Rangers, vill lenda í riðli með Man. Utd.„Ég væri alveg til í að leggja rútunni á Old Trafford,“ sagði Gerrard glottandi er hann var spurður hvaða liði hann vildi lenda með í riðli.Rangers skreið inn í riðlakeppnina í gær með marki í uppbótartíma gegn Legia Varsjá. „Ég samdi við þetta félag til þess að upplifa svona stundir. Þetta var æðislegt,“ sagði þessi fyrrum fyrirliði Liverpool.Drátturinn fyrir Evrópudeildina verður í beinni á Vísi á eftir en hann byrjar klukkan 11.00.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.