Fótbolti

Gerrard: Væri alveg til í að leggja rútunni á Old Trafford

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gerrard fagnar í gær.
Gerrard fagnar í gær. vísir/getty

Það verður dregið í riðla fyrir Evrópudeild UEFA nú fyrir hádegi og Steven Gerrard, þjálfari Rangers, vill lenda í riðli með Man. Utd.

„Ég væri alveg til í að leggja rútunni á Old Trafford,“ sagði Gerrard glottandi er hann var spurður hvaða liði hann vildi lenda með í riðli.

Rangers skreið inn í riðlakeppnina í gær með marki í uppbótartíma gegn Legia Varsjá. „Ég samdi við þetta félag til þess að upplifa svona stundir. Þetta var æðislegt,“ sagði þessi fyrrum fyrirliði Liverpool.

Drátturinn fyrir Evrópudeildina verður í beinni á Vísi á eftir en hann byrjar klukkan 11.00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.