Fótbolti

Albert og Rúnar Már fara á Old Trafford í Evrópudeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert og félagar fagna sætinu í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Albert og félagar fagna sætinu í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. vísir/getty

Tvö Íslendingalið eru í riðli með Manchester United í Evrópudeildinni.

Þetta eru AZ Alkmaar, sem Albert Guðmundsson leikur með, og Astana, sem Rúnar Már Sigurjónsson leikur með. Auk þeirra er Partizan Belgrad í L-riðlinum.

Arsenal, silfurlið Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili, er með Eintracht Frankfurt, sem komst í undanúrslit í fyrra, Standard Liege og Vitoria Guimaraes. Wolves er með Besiktas, Braga og Slovan Bratislava í K-riðli.

Arnór Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon og félagar í CSKA Moskvu eru með Ludogorets, Espanyol og Ferencváros í riðli.

Malmö, sem Arnór Ingvi Traustason leikur með, er í riðli með Dynamo Kiev, FC Köbenhavn og Lugano.

Jón Guðni Fjóluson og félagar í Krasnodar eru með Basel, Getafe og Trabzonspor í riðli.

Riðlana tólf má sjá hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.