Innlent

Bíll ferða­manna al­elda í Vaðla­heiðar­göngum

Eiður Þór Árnason skrifar
Ljósmynd tekin af vegfaranda seinni partinn í dag
Ljósmynd tekin af vegfaranda seinni partinn í dag Mynd/Aðsend
Eldur kviknaði í bíl austan megin í gangamunna Vaðlaheiðarganga í dag og fyllti mikill reykur göngin. Sprengingar og mikill eldur var í göngunum og gekk slökkviliði vel að ná niðurlögum eldsins, samkvæmt frá upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra slökkviliðsins á Akureyri.

Erlendir ferðamenn voru á bílnum sem var bílaleigubíll. Telur varðstjóri að um tæknilega bilun hafi verið að ræða og var fólkið komið úr bílnum þegar eldurinn kviknaði. Engin hætta var á ferðum og fólki varð ekki meint af.

Slökkviliðið var mjög fljótt að ná tökum á eldinum að sögn varðstjóra og var göngunum lokað. Búið er að draga bílinn út úr göngunum en reykræstun og hreinsunarstarf stendur enn yfir. Telur slökkvilið að göngin verði áfram lokuð um einhvern tíma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.