Innlent

Sótti veikan farþega um borð í skemmtiferðaskip

Andri Eysteinsson skrifar
Það var mikið um að vera hjá Landhelgisgæslunni í gær.
Það var mikið um að vera hjá Landhelgisgæslunni í gær. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GRO var kölluð til um hálf-níu leytið í gærkvöldi vegna veikinda um borð í skemmtiferðaskipi um 25 sjómílur suðaustur af Surtsey.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá áhöfn skipsins um að nauðsynlegt væri að koma farþega undir læknishendur á þurru landi. Þyrlan var mætt á áfangastað um tuttugu mínútur yfir 21 í gærkvöld og var sigmanni og lækni slakað um borð í skipið. Eftir að sjúklingurinn hafi verið hífður um borð í þyrluna var rakleiðis haldið á Landspítalann í Fossvogi.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var því kölluð til í tvígang í gær en á fjórða tímanum í gær hélt TF-GRO til aðstoðar við slasaðan bifhjólamanna í Kerlingarfjöllum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.