Kveðst vonbetri eftir fund ráðherranna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. ágúst 2019 09:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Angela Merkel Þýskalandskanslari í Viðey í gær. Fréttablaðið/Ernir Loftslagsmálin voru efst á baugi hjá forsætisráðherrum Norðurlandanna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara á blaðamannafundi sem fór fram í Viðey í gær vegna sumarfundar norrænu leiðtoganna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði leiðtogana hafa rætt um að Norðurlönd yrðu sjálfbærasta svæði heims. „Þetta þýðir að við erum að viðurkenna loftslagskrísuna en einbeita okkur að aðgerðum. Þetta var afar góður fundur,“ sagði Katrín. Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, sagði við Fréttablaðið eftir fundinn að hann væri vonbetri nú en áður um að það tækist að fyrirbyggja loftslagshamfarir. „Ég er afar vongóður þegar kemur að Norðurlöndunum. Ákvarðanirnar sem við höfum tekið í dag snúast um að Norðurlöndin muni leggja meira af mörkum,“ sagði Rinne. Hann teldi nauðsyn að Evrópa tæki forystu í loftslagsmálum. „Ég vona að við getum náð því markmiði að halda hlýnun undir 1,5 gráðum. Ég er aðeins vonbetri í dag en í gær.“Antti Rinne á blaðamannafundi ráðherra norðurlandanna og Angelu Merkel í Viðeyjarstofu í Viðey í gær.Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, sagði að mikilvægasta ákvörðun fundarins hefði verið um nána samstöðu og samstarf Norðurlandanna og Þýskalands. „Ég vil einnig að það komi skýrt fram að við ætlum að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Það er ekki nóg að tala bara um þær eða funda. Við þurfum að sýna fólki, sérstaklega börnum, að við erum að axla ábyrgð,“ sagði Frederiksen. Hin norska Erna Solberg tók undir þetta. „Við sem leiðtogar þurfum að horfa fram á veginn og finna lausnir á þessum vandamálum. Ég held að við Norðurlandaþjóðirnar séum afar færar í því,“ sagði Solberg. Stefan Löfven, sænski forsætisráðherrann, sagði Norðurlöndin vilja standa saman á væntanlegri loftslagsráðstefnu, sem fer fram í New York í Bandaríkjunum í september, og koma sínum skilaboðum á framfæri. „Að það þurfi að beita praktískum lausnum.“ Þýskalandskanslari tók fram að Þjóðverjar hefðu ekki verið nógu meðvitaðir um mikilvægi Norðurslóða og Evrópusambandið ekki heldur. Það myndi breytast í náinni framtíð enda gæti bráðnun hafíss á svæðinu haft alvarlegar afleiðingar. Forsætisráðherrar Norðurlandanna auk leiðtoga Grænlands og Álandseyja funduðu fyrr um daginn með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um loftslagsmál. Var þar undirrituð yfirlýsing um jafnrétti kynjanna, sjálfbærni og loftslagsbreytingar. Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Finnland Grænland Noregur Svíþjóð Þýskaland Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Loftslagsmálin voru efst á baugi hjá forsætisráðherrum Norðurlandanna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara á blaðamannafundi sem fór fram í Viðey í gær vegna sumarfundar norrænu leiðtoganna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði leiðtogana hafa rætt um að Norðurlönd yrðu sjálfbærasta svæði heims. „Þetta þýðir að við erum að viðurkenna loftslagskrísuna en einbeita okkur að aðgerðum. Þetta var afar góður fundur,“ sagði Katrín. Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, sagði við Fréttablaðið eftir fundinn að hann væri vonbetri nú en áður um að það tækist að fyrirbyggja loftslagshamfarir. „Ég er afar vongóður þegar kemur að Norðurlöndunum. Ákvarðanirnar sem við höfum tekið í dag snúast um að Norðurlöndin muni leggja meira af mörkum,“ sagði Rinne. Hann teldi nauðsyn að Evrópa tæki forystu í loftslagsmálum. „Ég vona að við getum náð því markmiði að halda hlýnun undir 1,5 gráðum. Ég er aðeins vonbetri í dag en í gær.“Antti Rinne á blaðamannafundi ráðherra norðurlandanna og Angelu Merkel í Viðeyjarstofu í Viðey í gær.Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, sagði að mikilvægasta ákvörðun fundarins hefði verið um nána samstöðu og samstarf Norðurlandanna og Þýskalands. „Ég vil einnig að það komi skýrt fram að við ætlum að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Það er ekki nóg að tala bara um þær eða funda. Við þurfum að sýna fólki, sérstaklega börnum, að við erum að axla ábyrgð,“ sagði Frederiksen. Hin norska Erna Solberg tók undir þetta. „Við sem leiðtogar þurfum að horfa fram á veginn og finna lausnir á þessum vandamálum. Ég held að við Norðurlandaþjóðirnar séum afar færar í því,“ sagði Solberg. Stefan Löfven, sænski forsætisráðherrann, sagði Norðurlöndin vilja standa saman á væntanlegri loftslagsráðstefnu, sem fer fram í New York í Bandaríkjunum í september, og koma sínum skilaboðum á framfæri. „Að það þurfi að beita praktískum lausnum.“ Þýskalandskanslari tók fram að Þjóðverjar hefðu ekki verið nógu meðvitaðir um mikilvægi Norðurslóða og Evrópusambandið ekki heldur. Það myndi breytast í náinni framtíð enda gæti bráðnun hafíss á svæðinu haft alvarlegar afleiðingar. Forsætisráðherrar Norðurlandanna auk leiðtoga Grænlands og Álandseyja funduðu fyrr um daginn með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um loftslagsmál. Var þar undirrituð yfirlýsing um jafnrétti kynjanna, sjálfbærni og loftslagsbreytingar.
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Finnland Grænland Noregur Svíþjóð Þýskaland Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira