Innlent

Rákust harkalega saman

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá björgunaraðgerðum.
Frá björgunaraðgerðum. Landsbjörg

Klukkan hálf ellefu í morgun voru björgunarsveitir á Norðausturlandi kallaðar út vegna tveggja strandveiðibáta í vanda. Annar báturinn hafði orðið vélarvana og var farinn að reka að landi þegar nærstaddur bátur kom honum til aðstoðar. Vont var í sjóinn um þetta leiti og rákust bátarnir harkalega saman og leki kom að öðrum þeirra.

Mikill viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum á svæðinu, björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn sigldi til móts við bátana tvo ásamt vösku liði björgunarsveita- og slökkviliðsmanna sem fóru frá Þórshöfn á hraðskreiðum fiskveiðibát með öflugar dælur. Einnig kom annar nærstaddur bátur á vettvang og sigldi með bátunum tveimur í átt til Þórshafnar.

Um hádegi komu hóparnir sem fóru frá Þórshöfn með dælur að bátunum og stuttu síðar var Gunnbjörg einnig komin. Áhöfnin á björgunarskipinu tók annan bátinn í tog á meðan unnið var að því að dæla sjó úr hinum. Mikill sjór var þá komin í lest bátsins en engan sakað um borð í bátunum tveimur.

Klukkan eitt voru báðir bátarnir komnir í höfn á Þórshöfn og var annar þeirra hífður strax á land.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.