Innlent

Skynsemi ráði siglingum

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Fréttablaðið/Hörður
Í gær rákust tveir smábátar á við Langanes og þurftu björgunarskip að draga þá í land. Vont var í sjó og hvasst.Aðspurður um hvort strandveiðitímabilið sé of stutt og að smábátamenn þurfi að taka áhættu segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, að kerfið sé ekki gallalaust en að þær breytingar sem gerðar voru fyrir tveimur árum hafi verið jákvæðar og aukið öryggi. Í ágúst hefur verið mikil bræla og smábátasjómenn hafa mátt missa út fjóra daga. „Almennt séð láta menn skynsemina ráða þó kerfið sé ekki gallalaust. Ef veður er slæmt sigla menn nálægt landi,“ segir Örn. „En það getur alltaf myndast pressa.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.