Innlent

Markús og Viðar hætta

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Til stendur að fækka hæstaréttardómurum úr átta í sjö.
Til stendur að fækka hæstaréttardómurum úr átta í sjö. Fréttablaðið/Eyþór

Hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson hafa óskað eftir lausn frá embætti. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, settur dómsmálaráðherra, tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í gær.

Markús og Viðar Már munu láta af störfum þann 1. október næstkomandi en samhliða því verður dómurum við réttinn fækkað úr átta í sjö eins og staðið hefur til frá því að Landsréttur tók til starfa. Þannig verður ein staða hæstaréttardómara auglýst á næstunni.

Þeir Markús og Viðar Már hafa báðir náð 65 ára aldri sem er eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. Helmingur starfandi dómara við réttinn hefur náð þeim aldri.

Markús hefur verið dómari við Hæstarétt frá 1994, lengst allra starfandi dómara. Hann var meðal annars forseti Hæstaréttar 2004 og 2005 og svo frá 2012 til 2016. Viðar var skipaður dómari við réttinn árið 2010 og var varaforseti hans 2012 til 2016.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.